Færsluflokkur: Bloggar
13.5.2007 | 18:07
ekki gekk rófan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 14:21
þegar óskirnar rætast
ég las stefnu Samfylkingarinnar Jafnvægi og framfarir um daginn. Í fluginu suður, fannst ég verða að vera með á nótunum í aðdraganda kosninga. Var bara ánægð - langt síðan ég hef lesið eitthvað um efnahagsmál á mannamáli. Svo stakk ég bæklingnum í töskuna og vonaði bara að kjósendur almennt læsu þessa skynsamlegu stefnu og hrifust af henni. Nema hvað ósk mín rætist heldur betur, eiginmaðurinn greip bæklinginn næst þegar ég tók til í töskunni - las hann í hvelli og var eiginlega ekki til viðtals um annað en jafnvægi og framfarir í efnahagsmálum í fleiri daga! Þetta er semsagt mjög áhrifaríkur bæklingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2007 | 13:42
góður 1. maí
Í ár var 1. maí óvenju yndislegur - ég var auðvitað enn í skýjunum yfir flutningi Óperu Skagafjarðar á La Traviata kvöldið áður en svo hélt menningarveislan áfram. Við fengum þá flugu í höfuðið í Samfylkingunni í Skagafirði að taka þátt í Sæluviku með smá menningardagskrá fyrir börn um börn. Svo kosningaskrifstofan var lögð undir ljóðalestur, teikningu, holla hádegishressingu, milli þess sem var farið út að leika. Jakob Frímann Þorsteinsson var auðvitað úti að leika og Svanhildur Guðmundsdóttir las ljóð - með aðstoð Guðmundar sonar síns við valið. Anna Kristín Gunnarsdóttir sendi mér línu áðan og nefndi sérstaklega hvað það hefði verið notalegur ánægjukliður í hádeginu í íþróttanamminu, áherslupennarnir frá flokknum á lofti til að teikna og bara lifað og leikið sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2007 | 09:52
að trúa á eitthvað skemmtilegt
Amma systkina minna var víst vön að segja að fólk yrði leiðinlegt ef það tryði ekki á neitt skemmtilegt. Það er líklega rétt og hér í Skagafirði búum við svo vel að í aðdraganda kosninga, á harða sprettinum sem hæglega getur leiðst útí leiðindi, er Sæluvika, menningar og listahátíð í Skagafirði. Sæluvikan á sér sögu aftur á 19. öld þegar Skagfirðingar gerðu sér jafnan glaðan dag í tengslum við sýslufund á Sauðárkróki. Mættu menn læra af því enn í dag og reyna að vera svolítið skemmtilegir í stjórnmálum og stjórnsýslu jafnt ríkis sem sveitarfélaga. Gróðahyggja og sérhagsmunapot eru líklega ekki hugsjónir sem gera fólk skemmtilegt, ef marka má litlausa kosningabaráttu þreyttra valdhafa Íslands. Það er greinilega skemmtilegra hinumegin á vegasaltinu þar sem jafnaðarmenn, málsvarar þeirra sem minna mega sín, náttúrverndarsinnar og aðrir andstæðingar auðlindabrasksins keppast um að hanga á slánni. Þar er Samfylkingin þungavigtin með frumkvæði að setja málin á dagskrá með vandaðri og ítarlegri stefnuskrá meðan aðrir láta sér nægja þetta hefðbundna slagorðaglamur og standa svo á gati þegar þeir eru spurðir hvernig eigi að framkvæma slagorðin, hvað á að fara aftar í forgangsröðina eða hvernig eigi að fjármagna hlutina. Það er ekkert leiðinlegt að leggjast í þá vinnu að velja verkefnin og finna fjármagnið ef unnið er í anda stórra hugsjóna um jafnrétti, frelsi og bræðralag fólks, fyrirtækja, byggðarlaga og atvinnugreina - það er skemmtilegt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2007 | 23:15
gleðilegt sumar!
það byrjaði vel - fraus saman vetur og sumar sem kvað vita á gott. Líklega gott gengi Samfylkingarinnar í komandi kosningum!
Þegar við hjónin vorum að drekka morgunkaffið settist maríuerla á eldhúsgluggann til að samfagna okkur á þessum sumardegi. Við fórum í fyrsta reiðtúr sumarsins, Grána (sem þið sjáið hér með mér á síðunni) var sjálfri sér lík þetta eðalhross. Til að tryggja að engar hitaeiningar töpuðust við útivist og hreyfingu mættum við bæði í menningarkaffi nemenda Grunnskólans á Hólum og vöfflukaffi á kosningaskrifstofunni á Króknum. Þar var auðvitað vor í lofti, enda fylgið á uppleið!
Gleðilegt sumar kæru vinir nær og fjær!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2007 | 12:12
nei Steingrímur J er ekki kominn í Samfylkinguna
þetta var bara misskilningur. Fjarvera Steingríms J úr mynd við kynningu á stefnu Vinstri grænna og nævera hans í mynd við opnun kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í Reykjavík segja ekki alla söguna. Það er ekki allt sem sýnist. Hann er semsagt enn formaður Vinstri grænna.
Þetta með að hann og hinir Vg kallarnir voru ósýnilegir í fréttunum af kynningu stefnu þeirra er meira svona eins og í fluginu. Flugstjórinn er í flugstjórnarklefanum og sést ekki úr farþegarýminu, þar eru það flugfreyjurnar sem eru sýnilegar og sjá um samskiptin við farþegana.
Ég er samt ekki búin að fatta hvað hann var að gera þarna í pylsupartíinu, kannski var hann bara svangur og langaði í mat hjá mömmu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2007 | 11:40
fælingarmáttur lýðræðisins?!
Ég hélt mig væri að dreyma einhverja vitleysu í morgun þegar ég heyrði í gufunni að einhverjir aðilar væru nú uppfullir af áhyggjum af því að íbúalýðræði fæli erlenda fjárfesta frá Íslandi!!! Það er bara gott mál ef Hafnfirðingum hefur tekist með sinni atkvæðagreiðslu að þvo burt bananalýðveldisstimpilinn sem stóriðjustjórnvöldin hafa sett á Ísland með orkuútsölunni sem þau hafa staðið fyrir undanfarna áratugi.
Er þessu fólki alvara með því að leggja það inní umræðuna í einu elsta lýðræðisþjóðfélagi heims að við megum ekki fæla erlend stórfyrirtæki með atkvæðagreiðslum? Er þetta ekki bara bergmál frá 3. heiminum þar sem fólki er tekinn vari við að fæla erlend stórfyrirtæki frá með verkalýðsbaráttu, kröfum um mannsæmandi aðbúnað og kjör og afnámi barnaþrælkunar? Þetta er nú meiri undirlægjuhátturinn!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2007 | 19:12
torf í arf - tær snilld
ég var að koma af málþinginu Torf í arf á Löngumýri. Það voru Byggðasafn Skagfirðinga, Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, Íslenski torfbærinn og Reykjavíkurakademían sem stóðu að þessu frábæra framtaki að leiða saman fólk úr minjageiranum; handverksfólk, fræðimenn og listafólk sem vill varðveita arfleifð okkar í torfbyggingum.
Að vissu leyti erum við með skyldari hefð við varðveislu hugsjónir austurlanda og frumbyggja norður ameríku en vesturlanda þegar torfið er annars vegar. Það er lífrænt byggingarefni sem brotnar hratt niður og hverfur aftur til jarðar eins og tótemin á vesturströnd norður ameríku. Varðveislan snýst því um að varðveita þekkingu fólksins og samfélagið um hefðina. Að varðveita verkið, halda áfram þessu eilífa bjástri við efni og aðstæður sem torfbygging er og síðast en ekki síst að skynja fegurðina í hleðslunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 12:12
stór dagur á skólasetrinu
Það var stór dagur hér á Hólum í gær, fyrst er nú að segja frá að Grunnskólinn að Hólum hélt uppá 30 ára afmæli sitt með glæsilegri ráðstefnu í gær undir kjörorðinu Hugvit og sköpun; sjá nánar http://www.skagafjordur.com/index.php?pid=511&cid=8025 Þetta var flott framtak hjá krökkunum og kennurunum þeirra, sem eru markvisst að byggja upp frumkvæði og sjálfstraust til að koma góðum hlutum í verk.
Ferðamáladeild Háskólans á Hólum var með vettvangslotu í menningartengdri ferðaþjónustu fyrir staðarverði og í framhaldi af fyrirlestrunum var farið í skoðunarferð á nokkra valda minjastaði í Skagafirði. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup tók svo á móti hópnum í Hóladómkirkju og ræddi um kirkjuna og ferðaþjónustuna en að lokum voru fræðimenn Guðbrandsstofnunar þau Marta og Örn svo elskuleg að gefa hópnum innsýn í rannsóknir sínar á íslenskum tónlistararfi með því að leika á forn hljóðfæri og syngja lög úr fornum handritum. Þetta var í Auðunarstofu sem er nú eins og hljóðfæri sjálf og yndislegt að vera þar á tónleikum.
Um kvöldið kepptu nemendur á fyrsta ári á hrossabraut í grímufimi, í Þráarhöllinni. Þetta er alltaf skemmtileg keppni með húmor og glæsileika í hæfilegum mæli. Flott tónlist og fínar æfingar - en síðast en ekki síst búningar hrossa og knapa. Það voru húnvetnskar stúlkur sem unnu, kannski var einhver húnvetnskur andi á svæðinu því Félag kúabænda í Austur-Húnavatnssýslu var líka mætt í kynnisferð. Auk þess var rússneski sendiherrann í heimsókn. Þannig að það var nóg að gera hjá Rósu og co í Gestum og gangandi við að fæða og hýsa mannskapinn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2007 | 16:31
frumsýningin afstaðin
og gekk vel - ég þorði nú ekki að nefna neitt eftir generalprufuna í fyrradag því ég sá persónulega um klúðrið þar. Reyndi m.a. að stytta leikritið um 6 blaðsíður!!! En á það ekki bara að vita á gott?
Á frumsýningunni gærkvöldi gekk allt að óskum, kraftur og gleði í hópnum og góður salur. Önnur sýning í kvöld og svo smápása fram á þriðjudag. Eygló systir og Jóhanna okkar mættu fyrir hönd fjölskyldunnar, mér heyrðist þær bara skemmta sér vel. Ég frétti í gær að það væri heitar umræður hér um allar sveitir um það hversu fáklæddur hann Helgi minn raunverulega er í sýningunni - en ég ætla sko ekki að ljóstra upp um það hér! Sjón er sögu ríkari gott fólk...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007