Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Enski boltinn

enski boltinn??!

hvađ er ađ ske? Kćru bloggvinir - hvernig stendur á ţví ađ útlistun mín á litlum háskólum lenti í flokknum enski boltinn ? Kannski ţetta höfđi til markhóps sem er ađ fćkka í háskólum landsins - ungra karla. En ég veit ekki hvort áhugafólk um háskóla finnur ţessa djúpu greiningu mína - ég ţarf greinilega ráđ frá mér reyndara fólki um hvernig mađur vistar fćrslurnar sínar.

háskóla á hverja ţúfu!

Einn af bloggvinum mínum veltir ţví fyrir sér hvađ ţurfi til ađ vera háskóli og hvort ţeim fjölgi hérlendis ađ óţörfu, sjá http://sas.blog.is/blog/sas/entry/171300/. Ég er hinsvegar beinn ţátttakandi í uppbyggingu Háskólans á Hólum sem er eftir atvikum elsti eđa yngsti háskóli landsins eftir ţví hvort miđađ er viđ 1106 eđa 2007. Ţađ er rétt sem Sigurđur bendir á ađ í íslenskum háskólalögum er ekki gerđur greinarmunur á ţví sem t.d. á ensku vćri university, polytechnic eđa university college. Ţađ er heldur enginn greinarmunur gerđur á ţví hvort viđkomandi stofnun er rannsóknastofnun jafnframt ţví ađ vera kennslustofnun. Ţegar frumvarp til háskólalaga lá fyrir og umsagnar skólastjórnar Myndlista- og handíđaskólans sáluga var óskađ, man ég eftir ađ viđ gagnrýndum ţetta atriđi einmitt. Háskólinn á Hólum er nefnilega númer tvö af íslenskum háskólum sem ég tek ţátt í ađ fćra af einhverju óskilgreindu svćđi yfir í ramma gildandi laga um háskóla, hinn var MHÍ sem varđ ađ deild í Listaháskóla Íslands.

Ţetta er ákveđinn galli á lögunum, en ţađ segir hinsvegar lítiđ um hvernig stađan er á hinum ýmsu stofnunum sem samkvćmt ţeim geta kallađ sig háskóla uppá íslensku. Mynd- og hand átti kröfu til ţessarar skilgreiningar fyrst og fremst vegna ţess ađ hann stóđ sambćrilegum skólum erlendis jafnfćtis í kennslu á sínu sviđi og var reyndar gegnum nemendaskiptaáćtlanir Evrópusambandsins önnum kafinn viđ ađ mennta erlenda stúdenta til BFA gráđu međan hann sjálfur mátti ekki veita slíka.

Háskólinn á Hólum kallar sig reyndar Hólar University College uppá ensku ţar sem ţar eru einungis ţrjár deildir og ţví langt í land ađ vera sú alfrćđistofnun sem university stendur fyrir. Hins vegar hefur metnađur okkar lengi stađiđ til ađ vera í fremstu röđ á ţeim sviđum sem viđ stundum rannsóknir og kennslu á, ţví leggjum viđ mikla áherslu á ađ standast jafningjamat innan háskólasamfélagsins og á gćđi kennslunnar.

Áhyggjur af fjölda stofnana eru ađ mínu mati ekki ţađ sem ćtti ađ vega ţyngst í umrćđunni um íslenska háskóla heldur hitt hvernig ţeim gengur ađ uppfylla kröfur um gćđi kennslu og rannsókna annarsvegar og hinsvegar hvernig ţeim gengur ađ verđa hluti af ţví menntasamfélagi sem íslenskir háskólanemar eiga ađ hafa greiđan ađgang ađ hvar sem ţeir eru í sveit settir. Til ţess ađ byggja ţetta menntasamfélag ţarf háskólafólk ađ leggja nokkuđ á sig í samstarfi, hugsa íslenska háskóla  meira eins og klasa fyrirtćkja sem vissulega á í samkeppni en mun aldrei standa sig í henni nema međ samstarfi.

Fjöldi háskóla er engin ógnun viđ ţekkingarsamfélagiđ, hitt er alvarlegri ógnun ađ um 40% íslendinga á vinnumarkađi hefur ađeins lokiđ grunnskólaprófi. Ţví meira og ađgengilegra námsframbođ á framhalds- og háskólastigum ţví betra. Hitt er galli ađ stađa rannsókna skuli ekki vera skilgreindari og ekki síst ađ fjármögnun ţeirra er svo veik sem raun ber vitni. Ţađ er ţó vert ađ muna ađ rannsóknasamfélag er ekki landfrćđilega afmarkađ og hreppamörk hafa sem betur fer lítil áhrif á ţađ.


Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband