Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2008

ég var túristi í Reykjavík

í einn dag í síđustu viku. Ţađ var ađ mörgu leyti fjarskalega notalegt, ég rölti um miđborgina í glampandi sól og hita og settist svo sólarmegin í Vallarstrćtinu međ hvítvínsglas viđ öldurhús. Hinum megin viđ hekkiđ var fólk ađ leika sér og enginn orđinn fullur enn. Viđ sátum ţarna dönnuđ í sumardressunum, međ designer sólgleraugun og orđnir forframađri en svo ađ fćkka fötum og snúa andlitinu mót sól. En yfir Alţingisreitnum frá mér séđ sveimađi mávager. Ég veit náttúrlega betur en svo ađ ţeir hafi veriđ ađ snapa einhvert rusl ţar, líklegra ađ ţeir sitji um litlu andarungana sem allir bretta stél á Tjörninni og brauđiđ sem ţeim er ćtlađ. Samt settu ţeir annan og ískyggilegri svip á sólardaginn, rétt eins og rusliđ sem loddi ţegar ađ var gáđ í öllum runnum, hornum og rćsum viđ hinn virđulega Austurvöll. Plastglös, servíettur, sígarettur, gosflöskur, ölflöskur - setja svip á miđborgina jafnt sem hvern vegkant um allt landiđ sem er fagurt sem fyrr en ef til vill ekki svo hreint. Ţarna sátum viđ svo sćt í sólinni, sóđarnir og ţađ hvarflar ađ manni hvort eitthvađ sé rotiđ in the state of...


lúpína

er umdeild jurt en hún hefur unniđ á í mínum huga eftir ţví sem ég kynnist henni nánar. Í fyrsta lagi er mér hlýtt til hennar af ţví systir mín hafđi svo gott af lúpínuseyđi ţegar hún var í međferđ viđ krabbameini. Og svo er ótrúlega skemmtilegt ađ ríđa gegnum lúpínubreiđu. Í fyrrakvöld riđum viđ Helgi niđur í Tungu (milli Kolbeinsdalsár og Hjaltadalsár) um sólarlag á ţá verđur liturinn auđvitađ ótrúlegur ađ ekki sé tala um ilminn. Svona er ţetta, nýir gestir í náttúrunni verđa smám saman heimakomnir hvort sem er um ađ rćđa jurtir eđa dýr sem ná hér fótfestu.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband