Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2007

silfur refirnir

eđa álitsgjafarnir hans Egils komu auđvitađ međ ýmsar athugasemdir um áriđ almennt, einkum ţó í pólitíkinni. Sumt var eiginlega óborganlega fyndiđ einsog framsóknarkonan sem fantaserar um Össur á nćrunum einum saman viđ skjáinn ađ nćturlagi. Umhyggja mín fyrir heilsu og velferđ iđnađarráđherra er hinsvegar slík ađ ég vona bara ađ hann bregđi yfir sig slopp svo slái ekki ađ honum viđ ţessar ađstćđur.

Ţađ var annars umhugsunarefni ađ heyra tvo ráđherra međ reynslu tala um ţađ sem sérstakt fyrir ţessa ríkisstjórn ađ ţar virđast eiga sér stađ skođanaskipti um stjórnmál. Ţetta er svolítiđ sorglegur vitnisburđur um ţá pólitísku vegferđ sem er ađ baki undanfarna áratugi. Ef til vill er ţetta ţađ sem skiptir hvađ mestu máli viđ ađ hér varđ til ríkisstjórn ólíkra afla,  ađ fólk neyđist uppúr pólitísku hjólförunum sínum til ađ finna lausnir á málunum. Rútínan í stjórnmálunum er rofin - sem er hiđ besta mál.

Vonandi verđur hiđ nýja ár farsćlt fyrir stóra og smáa, nćr og fjćr!


ekkert jólastress

ţetta áriđ og ţó er ég "ekki búin ađ öllu" eins og stendur skýrum stöfum á barmmerkinu sem hún María Gréta samstarfskona mín gaf mér í fyrra! Krakkarnir eru búin ađ baka piparkökur og viđ Helgi erum búin ađ setja hallćrislegu jólaseríuna uppí tré útí garđi - hún ţykir svona í minna lagi miđađ viđ tíđarandann en ţegar ég sit inní stofu og horfi útí garđ ţá sé ég hvort eđ er bara ţann hluta af trénu sem serían er í... Svo er náttúrlega ekkert vit ađ vera međ stóra útiseríu í ţessum belgingi sem er búinn ađ vera allan desember.

Óli fór međ mér í ţađ mál fyrstu helgina í ađventu og svo ţegar Jóhanna kom heim ţá var fariđ á fullt í ađ hengja upp hiđ ađskiljanlegasta skraut sem á meira og minna fastan sess á heimilinu. Ţađ er reyndar ađ sneiđast um pláss fyrir okkur heimilisfólkiđ ţví jólaskraut er eitt af ţví sem virđist alltaf ađ bćtast viđ frá ári til árs. Svo var fariđ í laufabrauđsskurđ međ samstarfsfólki og grönnum niđri í skóla í vikunni, og í kvöld eru hinir ómissandi jólatónleikar kammerkórs Skagafjarđar í Hóladómkirkju. Jólastemmning fer ţví stigvaxandi, bloggáhugi ađ sama skapi minnkandi svo ég óska ykkur hér međ gleđilegra jóla og góđra áramóta!


rjúpan á sér fleiri óvini

en haukinn og manninn. Vísindamenn hafa nú fundiđ út ađ á hana sćkja smáir en knáir óvinir sem ef til vill reynast henni enn skćđari en rándýrin http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item183354/ . Hún stendur hjarta okkar nćrri en ég óttast ađ ekki verđi jafn hćgt um vik međ rjúpnahreinsun og t.d. hundahreinsun.


hrepparígur

er slćm pólitík. Ţessvegna bárum viđ gćfu til ađ sameina marga litla hreppa fyrir áratug, sem hefur veriđ til góđs fyrir íbúana en leitt af sér töluverđan kostnađ viđ ađ bjóđa ţeim öllum sambćrilega ţjónustu. Sveitarfélagiđ Skagafjörđur rekur t.d. grunnskóla í 5 byggđakjörnum, enda er vegalengdin endanna á milli í sveitarfélaginu 158 kílómetrar (eđa einsog Reykjavík-Ţórsmörk, Reykjavík-Brú í Hrútafirđi eđa ţá Bolungarvík-Bíldudalur). Ţetta á ađ skipta máli viđ ákvörđun framlaga úr Jöfnunarsjóđi sveitarfélaga, ef jafnrétti milli landshluta og íbúa landsbyggđarinnar er haft ađ leiđarljósi.

heilrćđi lásasmiđsins

er áleitin bók. Viđ fyrsta lestur virkar hún svolítiđ einsog vinkona á innsoginu ađ gera upp eftir misheppnađ ástarsamband en svo koma allskonar ţrćđir í ljós. Ţeir liggja inní ţjóđarsálina og koma viđ kvikuna sem er samband okkar viđ hina. Hvort sem ţađ er hitt kyniđ, annar kynţáttur, önnur ţjóđ, önnur menning, annar matur eđa önnur hliđ á okkur sjálfum5252... 

Heilrćđiđ sjálft er hollt - en ég ćtla ekki ađ segja ţér ţađ, ţú verđur ađ lesa bókina. Ekki bara einu sinni, heldur einu sinni sem oftar.


hvar er vesturkjördćmi?

ég fylgist svolítiđ međ hvernig gengur upp og niđur međ međaltal landshluta í samrćmdum prófum, pisakönnunum og svoleiđis. En mér brá nú dálítiđ ađ sjá ađ Námsmatsstofnun birtir niđurstöđur úr Vesturkjördćmi - mér vitanlega er ţađ ekki til, ég er allavega búsett í Norđvesturkjördćmi... Nánar tiltekiđ í Skagafirđi en ţar eru börnin best (skv. pisa Wink )

takk fyrir Seyđfirđingar

ađ stöđva lögbrot og eyđingu verđmćta http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item181752/ saga okkar sem ţjóđar er ekki bara á bókum hún er líka falin í handverki, húsum og öđrum minjum sem gengnar kynslóđir hafa skiliđ eftir sig - okkur leyfist ekki ađ eyđa ţeim hugsunarlaust fremur en náttúruperlunum.

hrćđslan viđ jafnrétti

tröllríđur fjölmiđlum í skammdeginu, margir virđast óttast ađ valdaskessurnar, ráđynjurnar/ráđskonurnar/ráđfrúrnar taki ţá og trođi í bleikan eđa bláan galla eftir atvikum!

Grínlaust ţá er ţađ međ ólíkindum hvađa harka hefur hlaupiđ í nauđvörnina gegn jafnrétti, nýleg dćmi úr umrćđunni hér á Íslandi eru menn sem gefa í skyn ađ ofbeldi gegn feministum sé réttlćtanlegt, tala opinberlega um kerlingavćl og gera sig ómerkilega međ bröndurum á kostnađ kvenna á hátíđastundum.

Ţví er oft haldiđ fram ađ mannfólkiđ sé haldiđ djúpstćđri hrćđslu viđ hiđ óţekkta. Allavega hefur hiđ óţekkta ástand jafnrétti komiđ meira viđ kaunin á mörgum pennanum en hiđ ţekkta ástand misrétti.


Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband