Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

vald neytandans

er nokkuð sem við íslendingar þurfum að efla. Ólína Þorvarðardóttir bloggar um það að sniðganga fyrirtæki sem hafa verið rétt fyrri eigendum með niðurfellingu skulda. Þetta er þörf umræða, Dr. Gunni hefur verið að skora á okkur samborgara sína að hætta að láta svindla á okkur og Ungir jafnaðarmenn eru með sérstaka neytendaherferð í gangi. Mér finnst þetta hluti af framtíðarsýninni fyrir Nýja Ísland - að neyta meðvitað þýðir að neita vafasömu viðskiptasiðferði.

við, fólkið?

Ég geri athugasemd við það að grímuklæddir, nafnlausir einstaklingar kalli sig fulltrúa fólksins. Fólkið í lýðræðisríki þorir að taka ábyrgð á orðum sínum og gerðum, það þorir að horfa framan í hvert annað og tjá sínar skoðanir, það þorir að blogga undir nafni og það felur ekki andlit sitt í mótmælum. Það þarf þess ekki. Það er hinsvegar fólk í heiminum, líklega enn fleira fólk, sem raunverulega setur líf og limi að veði við að tjá skoðanir sínar. Það fólk býr ekki við óvinsæla ríksstjórn, það býr við harðstjórn. Við dekurrófurnar eigum ekkert með að líkja okkur við þá sem raunverulega búa við skoðanakúgun, örbirgð og harðstjórn. Með því erum við bara enn einu sinni að sýna fáfræði okkar og hroka gagnvart umheiminum.


mbl.is Mótmæli við Ráðherrabústaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

góðar fréttir

þessi áform um að draga saman seglin í svæðisútvarpinu voru vond tíðindi. Það vill gleymast að aðstæður í fjölmiðlaflórunni eru ekki sambærilegar um allt land. Í gær var ég beðin um að taka þátt í könnun á lestri dagblaða þar sem ekki virtist gert ráð fyrir því að einhverjir í úrtakinu byggju á landsbyggðinni. Hér hafa fríblöðin aldrei verið borin í hús og Fréttablaðið gerði þau reginmistök að vilja setja upp blaðastanda utandyra í stað þess að láta blaðið liggja frammi í verslunum á svæðinu. Hver stoppar við blaðastand á berangri á Íslandi? Eins er með auglýsingar á RÚV - ég er bara með áskrift að RÚV því flestar aðrar stöðvar hafa ekki náðst heima hjá mér. Mér er sama þó ég sjái og heyri engar auglýsingar, en ég er ekki viss um að öll fyrirtæki með markhóp á mínu svæði séu sama sinnis.
mbl.is Svæðissendingar halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð, er þinn tími ekki liðinn?

Tími bláu handarinnar, tími mikilmennskubrjálæðisins, útrásarinnar - sem, vertu nú maður til að viðurkenna það; var hönnuð eftir þeirri forskrift sem þínar ríkisstjórnir gáfu með sínum lagasetningum. Enga eftirávisku takk. En takk samt fyrir að viðurkenna það hálfpartinn að þú ert ekki nema með hálfum huga seðlabankastjóri, þú ert fyrst og fremst pólitíkus, afdankaður eða ekki. Nú er bara að sjá hvort Geir sér loksins að þú ert rangur maður á röngum stað


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband