Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

byggingagreinarnar

eru í góðum farvegi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, mikill metnaður bæði hjá kennurum og nemendum. Nú er komið á mjög spennandi samstarfsverkefni milli smíðadeildarinnar, Byggðasafns Skagfirðinga og Háskólans á Hólum; Fornverkaskólinn. Um daginn voru nemendur að vinna mjög þarft verk sem er að mæla upp og teikna gamalt hús á Sauðárkróki sem áður var heimili og smiðja sjá þessa frétt http://www.fnv.is/index.php?pid=69&cid=444


nokkurt ónæði

getur stafað af nátthröfnum. Einhverntíma heyrði ég þá sögu en sel hana ekki dýrar en ég keypti hana að þegar Halldóra Bjarnadóttir, sú kjarnakona, dvaldi í hárri elli á Héraðshælinu á Blönduósi hafi það orðið að ráði að ritvélin hennar gisti á vaktherberginu á nóttunni. Halldóra fylgdist vel með og þurfti mörgum að skrifa til að leggja orð í belg sínum málefnum til framdráttar. Það gat því verið liðið fram á nótt þegar hún sat enn við og hamraði á ritvélina sína - sem rændi nærstadda svefni hinna réttlátu. Þar sem hún var svo svefnlétt fór nú svo að erindi hennar höfðu þær aukaverkanir að verða fólki til ama og jafnvel tjóns, þó þau væru stíluð í öðrum tilgangi. Það er því líklega að mörgu leyti varhugavert að vera að göltra langt fram á nætur við skriftir, það er óvíst að nokkuð vitlegt komi útúr því.


frábært!

Öryggi ferðafólks er lykilatriði í gæðum ferðaþjónustu, hvort sem um er að ræða almenningssamgöngur eða ævintýraferðir á jökla og tinda. Þessi frétt sannfærir mig enn frekar um að við eigum að hafa skyndihjálp sem fastan lið í náminu hér við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum eins og verið hefur. Einhverjir setja kannski spurningarmerki við að það sé ekki nógu "akademískt" fyrir háskólanám en ég blæs á það; okkar nemendur eiga að þekkja og skilja öryggismál ferðaþjónustunnar allt frá hugmyndafræðinni og áætlanagerðinni til þess að vita hvað á að gera á vettvangi til að gera aðstæður sem öruggastar og geta brugðist rétt við, hvort sem það er í matsal, í bílferð, hestaferð eða hvar sem er. Það eiga allir starfsmenn í ferðaþjónustunni að hafa þessa þekkingu og færni, ekki bara fólkið í framlínunni heldur líka þeir sem stjórna fyrirtækjunum því þeir þurfa líka að hafa skilning á mikilvægi málsins. Meiri skyndihjálp segir konan sem fær líkamleg einkenni við að það eitt að hugsa um áverka annarra - en mér fer fram, það leið ekki yfir mig á síðasta skyndihjálparnámskeiði, sem minnir mig á; það eru örugglega meira en tvö ár síðan síðast...
mbl.is Blés lífi í farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

einmitt

eitt af því sem hefur vantað í matvælaframboðið hér á landi. Það er einhvernveginn meira í takt við þjóðlífið hjá ekki stærri þjóð að horfa á fleira en stórframleiðslu. Flest þessi fyrirtæki eru lítil og framleiða sérvöru fyrir ákveðinn markhóp - og svo mæli ég með að allt áhugafólk um ís prófi kókos ísinn frá Holtsseli...
mbl.is Vaxandi áhugi á heimavinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

bilun

hvar halda menn að þeir séu - í Hong Kong eða einhverju álíka landlitlu borgríki? Þar eru þó alla vega almenningssamgöngur til að taka á því hvernig allt það fólk á að komast á staðinn sem væntanlega á að búa þarna eða starfa. Hvað ætli svona draumórar kosti þjóðarbúið í þenslu og álagi á samgöngukerfið - svo er verið að væla yfir að ein og ein jarðgöng séu dýr!
mbl.is Smáratorg rifið og háhýsi byggt í staðinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þarf ekki mótvægisaðgerðir

til að jafna hlut kynjanna í mótvægisaðgerðum? Ég er hrædd um að litli sæti sjóðurinn til eflingar atvinnumála kvenna dugi nú skammt í því efni, litlar 16 milljónir borið saman við mótvægisaðgerðasjóðinn sem er einhverjir 10 milljarðar ef ég man rétt. Sjóðurinn til atvinnumála kvenna er fínn sjóður og hefur komið að góðu gagni - en hámarksúthlutun úr honum að þessu sinni var 1,5 milljónir og það var eitt verkefni, flestir styrkirnir voru um 500.000...
mbl.is Mótvægisaðgerðir gagnast frekar körlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þorrablót Hóla- og Viðvíkurhreppa

var í Höfðaborg á laugardaginn og ég skemmti mér vel - enda fékk ég að troða upp, herma eftir nágrönnunum og fara með allskonar bull og vitleysu um hagi þeirra, háskólann og hundanna í sveitinni. Þorrablótsnefnd er nefnilega ekki bara ekkert mannlegt óviðkomandi, henni ber skylda til að fylgjast með högum húsdýranna líka. Enda getur það vel farið saman, hamingja manna og dýra.

Hér kemur hver fjölskylda og hennar gestir með sinn þorramat í trogi - stundum slæðist eitthvað óþjóðlegra með í trogið ef útlit er fyrir að gestirnir svelti öðrum kosti. Sést hafa kótelettur, kjúklingalæri og jafnvel flatbökur innan um súra punga, magála og svið!

Eftir borðhaldið og heimalagaða skemmtidagskrá eru tekin upp borðin af dansgólfinu og sett í hliðarsalina og svo er dansað fram á morgun. Höfðaborg er almennilegt félagsheimili með alvöru dansgólfi og það er vel nýtt á svona kvöldi. Eins gott að kvenfólkið er búið að vera að æfa boot camp og karlarnir vanir að glíma við naut og hver annan í bandý þannig að almennt úthald var með betra móti.


nú er úti veður vott

verður allt að klessu.

Ekki á hann Grímur gott

að gifta sig í þessu.

Ég man ekkert hvar eða hvenær ég lærði þessa vísu, mig minnir að mamma hafi kennt mér hana þegar ég var lítil - einmitt í svona veðri roki og hláku og ekkert vit að fara út að leika sér. En ég ætla nú samt út að leika mér á eftir - ég þarf að komast útí Hofsós til að æfa fyrir þorrablótið annað kvöld!


athyglisverð leið

til að taka á málum þar sem það á við. Ætli þetta sé ekki að sumu leyti farsælla, að það finnist frekar lausn og að bæði þolanda og geranda finnist að þeir geti lokið málinu?
mbl.is Sáttamiðlun gefur góða raun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háskólinn á Hólum

er þessa stundina nær óstarfhæfur vegna hátíðahalda - allir nemendur leikskólans Brúsabæjar eru mættir grímuklæddir og syngja frumsaminn brag gegn hæfilegu endurgjaldi og svo er von á nemendum Grunnskólans að Hólum í sömu erindagerðum. Nemendur mínir á fyrsta ári í Ferðamáladeild halda daginn líka hátíðlegan en ég verð að viðurkenna að var alveg búin að gleyma hvaða dagur er! Sem er auðvitað frekar hallærislegt því ég er að kenna námskeiðið Hátíðir og viðburðir í dag...
mbl.is Furðuverur á faraldsfæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband