Færsluflokkur: Bloggar
4.7.2007 | 15:12
Dalirnir heilla
það er að rétt að Dalirnir eiga enn mörg tækifæri inni til uppbyggingar ferðaþjónustu. Nemendur mínir á Ferðamálabraut Hólaskóla gerðu eitt sinn lokaverkefni um Dalina og komust einmitt að sömu niðurstöðu. Fyrir þá sem langar þangað mæli ég með að taka t.d. Sumarið bak við brekkuna eftir Jón Kalmann Stefánsson með sem léttu sumarlesninguna. Ég mæli alveg með ferðalagi þangað og fínt að kíkja á sögukortið til að rifja upp Laxdælu.
Sjálf hef ég oft ferðast um þetta svæði og ætla einmitt í hestaferð þangað seinna í mánuðinum. Við fjölskyldan höfum átt virkilega góða daga í Dölunum; fínar móttökur á Eiríksstöðum þar sem sonurinn fékk á sínum tíma að prófa hringabrynju, sveifla sverði og baka sér flatbrauð, góð gisting á Stóra-Vatnshorni í Haukadal, sundlaugin á Laugum í Sælingsdal er alger perla sem og kirkjan í Hjarðarholti, fari maður Fellsströnd og Skarðsströnd er eins víst að sjá örn! Fínt kaffihús og verslun í Saurbænum og búðin í Búðardal hefur uppá margt að bjóða - en það mættu mín vegna alveg vera fleiri möguleikar á að eyða peningum á ferð um Dalina.
![]() |
Höfum setið eftir í uppbyggingu ferðaþjónustu" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2007 | 09:45
sól í Húnaþingi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2007 | 14:01
sjúklingum skóflað út á land?!
Ég varð fyrir töluverðum vonbrigðum að lesa blogg þar sem annars gagnrýninn penni tekur hugsunarlaust upp þá fréttaskýringu að það sé hið mesta neyðarbrauð að sjúklingar þurfi að fara af yfirfullum sjúkrahúsum í Reykjavík á heilbrigðisstofnanir úti á landi.
Í fyrsta lagi búum við svo vel í þessu landi að hafa vel búnar, vistlegar og vel mannaðar sjúkrastofnanir víða um land. Við erum ekki enn búin að skjóta okkur endanlega í fótinn með því að hrúga öllum sjúklingum í 101 Reykjavík og reka þar með endanlega umferðarhnútinn í kringum LSH-Hringbraut. Ég hef aldrei skilið skynsemina í áætlunum um hátæknisjúkrahús í stað þess að ráðast í það að byggja hjúkrunarrými sem mætir þörf þeirra sem eru á þessum frægu biðlistum, þ.e. rými til að ná bata eftir aðgerðir, rými til endurhæfingar og rými fyrir þá sem þurfa stöðuga umönnun t.d. vegna aldurs.
Í öðru lagi, ef ég mætti velja hvort ég lægi á Landsspítalanum eftir aðgerð eða á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks sem stendur á fallegasta stað í bænum með útsýn um allan fjörð, persónulega þjónustu og nálægt fjölskyldu minni er ekki spurning hvað ég myndi velja. Það er þó ekki víst að ég gæti valið því þannig er að sjúklingum utan af landi er gjarnan "skóflað" til Reykjavíkur.
Í þriðja lagi þá er orðið val lykilatriði hér, þeir sem gátu afborið að hlusta til enda á fréttina um fyrirhugaða flutninga sjúklinga af LSH út á land tóku nefnilega eftir því að hugmynd um flutning átti eftir að ræða við þá sjúklinga sem til greina kom að flytja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 14:55
hátíðir og stúdínan okkar
Verð að sýna heiminum þessa fínu mynd af stelpunni minni henni Jóhönnu Thorarensen með hvítan koll, hún er til vinstri á myndinni. Það var mikið um dýrðir í tilefni af útskriftinni - flott hvernig útskrift og útskriftarafmæli setja alveg sérstakan blæ á hátíðahöldin á Akureyri á 17. júní.
Það verður nefnilega að viðurkennast að víða um land einkennast hátíðahöld sautjánda júní svolítið af sömu gömlu rullunni og hefur ekki einu sinni tekist að varðveita hátíðablæinn. Þarna kemur saman persónuleg hátíð hjá 135 manns og þeirra fólki og að bærinn skartar sínu besta í tilefni bæði þjóðhátíðar og útskriftar.
Hér í Skagafirði var brotið uppá því nýmæli að hafa ein hátíðahöld, á Sauðárkrók sem er stærsta hverfið í sveitarfélaginu - en tilefnið var þó aðallega 100 ára afmæli UMF Tindastóls. Ég var með fjölskyldunni á Akureyri en frétti að þetta hefði verið mjög glæsilegur 17. júní á Króknum og ég vona bara að við getum haldið áfram að hafa eina góða þjóðhátíð allra skagfirðinga - að ekki sé minnst á Sæluviku, víkingahátíð, Jónsmessuhátíð á Hofsósi (um næstu helgi), Hólahátíð, stóðréttir, kóramót, þrettándaball, þorrablót og svo aftur Sæluviku!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.6.2007 | 15:43
vífilfell og samstarfsaðilar: látið verkin tala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2007 | 11:05
jess!

![]() |
Allt að tuttugu stiga hiti á Norðurlandi í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2007 | 16:51
fyrstu útskrift úr BA náminu lokið
Jæja þá erum við starfsfólk Háskólans á Hólum farin að snerta jörðina aftur eftir glæsilega útskrift, 65 manns að útskrifast þar á meðal fyrstu nemendurnir úr BA námi í Ferðamálafræði sjá http://www.holar.is/fr420.htm.
Fyrstu BA ferðamálafræðingarnir eru hópur sem hefur svo sannarlega sýnt í sínum verkum hversu fjölbreytt fræðasvið og atvinnugrein ferðamálin eru. Lokaverkefnin þeirra voru um svo ólíka hluti; markaðssetningu áfangastaða, myrka ferðaþjónustu, leiklist og ferðaþjónustu, lækningaferðaþjónustu, þjónustu við farþega skemmtiferðaskipa og svo gæti ég haldið áfram að telja. Þetta var mikill áfangi bæði fyrir okkur sem sitjum eftir til að taka á móti næstu kynslóðum nemenda og þau, sem fóru útí vorið á laugardaginn til að taka þátt í uppbyggingunni á ferðamannalandinu Íslandi. Þau eru að vinna við ferðaþjónustu í sumar, en í haust hafa nokkur tekið stefnuna á meistaranám. Hér er mynd af Jóni Þór Bjarnasyni að taka við hamingjuóskum frá rektor. Jón Þór er reyndar með mynd og frétt á sínu bloggi: http://drhook.blog.is/blog/drhook/entry/222505/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ríkisstjórnin leggur áherslu á að jafnrétti í reynd verði leiðarljós í allri stefnumótun hennar og stefnir að því að skapa jöfn tækifæri allra landsmanna, óháð kyni, búsetu, uppruna og félagslegri stöðu.
Þessi yfirlýsing er bæði glæsileg og mikilvæg og því skora ég á sjálfstæðisfólk, samfylkingarfólk og alla jafnréttissinna að beita báða flokkana þrýstingi um efndir. Í því sambandi verð ég að segja að ráðherraskipan sjálfstæðismanna er ekki í þessum anda og þetta kemur mjög illa út sérstaklega þegar efndir þeirra eru bornar saman við það jafnræði sem Samfylkingin hefur milli kynja í þessum mikilvægu stöðum. Þetta eiga jafnréttissinnar að gagnrýna og sýna þar með þeim fjölmörgu hæfu sjálfstæðiskonum sem þarna var gengið framhjá, samstöðu. En fyrst og fremst verða sjálfstæðiskonur að taka til sinna ráða. Það gerði formaður Samfylkingarinnar með því að fylgja óhikað þeirri stefnu að jafna hlut karla og kvenna í áhrifastöðum þó að prófkjör flokksins hafi þýtt að margar mjög hæfar konur færðust neðar á framboðslistanna en efni stóðu til. Sjálfstæðismenn munið orð eins fallins forystumanns ykkar: Vilji er allt sem þarf! Það á við núna þó þau orð hafi verið sett fram í öðru samhengi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2007 | 17:37
hin hundfúlu
jæja, nú er hefur meirihluta kjósenda orðið að þeirri ósk sinni að skipta um stjórn. Það er ekki annað í stöðunni en að óska þessari ríkisstjórn alls góðs og að störf hennar verði landi og þjóð til heilla. Það geri ég af heilum hug og ég vona að hin hundfúlu meðal talsmanna VG og Framsóknar fari nú að komast yfir verstu vonbrigðin. Það er stjórnmálamönnum einsog Guðna Ágústssyni og Steingrími J. til lítils sóma að vera með langsóttar teoríur um hverjum öðrum en þeim sjálfum er um að kenna að þeir eru ekki að setjast í ráðherrastólana. Flokkur Guðna tapaði fylgi kjósenda ogflokkur Steingríms undir hans stjórn, lék greinilega tveim skjöldum og situr svo eftir vinalaus - á brúsapallinum með bláa slaufu eins og maðurinn sagði...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2007 | 14:43
svona eiga góðir dagar að vera
ég vaknaði í glaðasólskini á þessum sunnudagsmorgni - 30 ára brúðkaupsafmæli okkar Helga, hvorki meira né minna (ég bara varð að nefna þetta, ótrúlegt en satt hvað tíminn flýgur, þið látið það ekkert lengra fara)! Hress og kát að sjá að hann var horfinn, snjórinn, sem hafði fest hér í nótt þegar við komum heim af árshátíð starfsmannafélagsins. Skemmtiatriðin voru drepfyndin, maturinn góður og Sixties sá um að láta fólk teygja búkinn og hrista eins og Stuðmenn hafa löngum ráðlagt. Það er örugglega gott fyrir heilsuna, andlega og líkamlega. Við gömlu hjónin (við erum náttúrlega farin að skipuleggja gullbrúðkaupið og búin að reikna út að við verðum 93 og 96 á demantsbrúðkaupinu, lengra nær það skipulag nú ekki) drifum okkur að leggja á þær Gránu og Sóldísi og taka hringinn í Tungunni í blíðunni. Vonandi verður fullt hús af gestum á eftir, Samfylkingarfólk að hittast til að halda uppá skemmtilega kosningabaráttu og það lítur betur út með grillið en veðurspáin gerði ráð fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Af mbl.is
Innlent
- Sérsveitin kölluð út: Húsleit í Gnoðarvogi
- Áralangur draumur feðginanna rætist
- Hóteleigendur kannast ekki við faraldur
- Telur hjúkrunarrými innan fangelsa óæskileg
- Fótboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir
- Einfaldar aðgerðir sem fyrirbyggja vatnstjón
- Brautarholt stækkar: Viðtökurnar eru frábærar
- Allir út úr World Class vegna elds: Reyndist gufa
Erlent
- Veitir Stallone heiðursverðlaun
- Rússar loka fyrir símtöl á WhatsApp og Telegram
- Smitað fentanýl varð nærri 90 manns að bana
- Flugvellinum lokað vegna fatatösku
- Sprengt og skotið í Svíþjóð
- Að minnsta kosti 22 látnir við strendur Ítalíu
- Mótmæli í Serbíu: Óeirðalögregla kölluð út
- Hyggst bjóða Rússum sjaldgæf jarðefni