Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
26.5.2008 | 13:25
enn einn árgangur
er floginn úr hreiðrinu Hólaskóla - Háskólanum á Hólum og það með glæsibrag! Helgi sagði á útskriftarathöfninni að í ljósi þess hve skólahald hófst snemma hér (1106) sé 60 ára útskriftarárgangurinn frá Bændaskólanum á Hólum bara tiltölulega nýúskrifaður! Enda talaði Pálmi Jónsson frá Akri, fyrrum landbúnaðarráðherra og fulltrúi 60 ára búfræðinga í sinni ræðu alltaf um þá strákana, sem útskrifuðust vorið 1948. Það var merkilegt að fara með honum í huganum aftur til þess tíma og velta fyrir sér breytingunum sem hafa orðið á skólastaðnum. Þá þurftu nemendur til dæmis að skiptast á að vakna um miðja nótt til að hita vatn í þvottapotti í skúr niðri við læk, til að sú hversdagslega athöfn að þvo þvott gæti farið fram. Þetta er eitt af þessum atriðum úr daglegu lífi hér, sem sjaldnast ratar á spjöld sögunnar. Það hefur mikið verið skrifað um biskupa og svolítið um skólastjórana, aðeins um líf skólapilta en miklu minna er vitað um ráðsmennina, ráðskonurnar, vinnufólkið eða hvernig var að vera barn á Hólum. Hvernig skyldi forverum mínum hafa líkað lífið á Hólum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 14:21
þá liggja úrslitin fyrir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2008 | 15:11
góðir grannar
Barnaafmæli" í Ráðherrabústað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2008 | 10:30
útinám
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 12:19
vorboðar ljúfir?
Ég stóð um stund á tröppunum heima í fyrrakvöld og horfði yfir Hjaltadalinn værðarlegan í kvöldkyrrðinn, gróðurilmur í lofti, grænkandi tún og Nýibær allur að taka lit. Náttúran ört vaknandi svo ég skundaði léttstíg til stofu, skellti mér í sófann hjá mínum heittelskaða og gerði atlögu að þeirri athygli sem hann beindi að þeim Evu Maríu og Röggu á skjánum. Beitti öllum mínum töfrum, blikkaði hann og renndi höndinni daðurslega gegnum hárið - sem rústaði reyndar algerlega stemmningunni.
Haldiði ekki að einn af fuglum himinins hafi notað tækifærið þar sem ég stóð í upphafinni náttúrudýrkun og skitið í hausinn á mér?
Þessi reynsla gefur mér alveg nýja sýn á kvæði þjóðskáldsins Jónasar; heilsaðu einkum ef að fyrir ber - hvað gekk manninum til með að panta kveðju frá þresti til þessarar stúlku með rauðan skúf í peysu?
16.5.2008 | 15:29
samfylkingarblús?
Það ætti nú ekki að koma á óvart þó skipist eitthvað veður í lofti miðað við þær væntingar sem eru til míns ágæta flokks í samfélaginu. Þess er greinilega vænst að það skipti máli að Samfylkingin er í ríkisstjórn og að árangurinn láti ekki á sér standa. Góðir hlutir gerast nú samt því miður stundum hægar en vonir standa til en þá reynir á úthaldið. Samfylkingin getur tapað miklu áliti og þar með fylgi, með röngum vinnubrögðum. Vinnubrögðum, sem eru ekki í anda hugsjóna og stefnu flokksins.
Samfylkingin er flokkurinn sem sló nýjan tón með hugtökum á borð við samræðustjórnmál, flokkurinn sem vildi hafna átakastjórnmálum. Eðlilega höfðar það til alls almennilegs fólks að vilja leysa málin í sátt - en það leggur forystu flokksins aðrar skyldur á herðar en stjórnmálamenn á Íslandi hafa almennt undirgengist. Þar er efst á blaði að halda samtalinu við fólkið í landinu gangandi; að hlusta og tala hreint út við kjósendur í stað þess að þingmenn og ráðherrar láti sér nægja að krunka saman í sinn hóp, eða við embættismenn á stjórnarráðsreitnum. Það lofar því góðu hvað ráðherrar og þingmenn eru duglegir við fundahöld, bæði almenna stjórnmálafundi og málefnafundi. Nýjasta útspilið er svo útvarpsþáttur á Útvarp Sögu, svo það er greinilegt að samtalið heldur áfram.
Það þarf að tala hreint út um hvar hafa verið gerðar málamiðlanir og í hverju þær liggja. Það þýðir ekki að þegja en það þýðir heldur ekki að missa sig í pirring þegar á móti blæs. Það er annað um að tala en í að komast, annað að ráða en stjórna; í blárri fjarlægð stjórnarandstöðunnar frá valdastólum blasir það kannski ekki alveg við. Ef fólk er fyrst að fatta þetta núna er ekki seinna vænna og prófraunin er að halda rétt á stjórnvaldinu. Það er í þessu samtali kjörinna fulltrúa og fólksins í landinu sem er von til að halda því til haga að þó Samfylking og Sjálfstæðisflokkur séu saman í ríkisstjórn er þó ekki sami rassinn undir þeim báðum eins og sagt er.
5.5.2008 | 14:06
óvinsælir vorboðar
eru líka til. Hrossagaukurinn, sem mér hefur orðið tíðrætt um getur orðið hvimleiður með sínu hvella kvaki fram á rauðanótt. Að ekki sé minnst á húsfluguna, sem er tæplega í húsum hæf. Hennar háværa suð ögrar ásetningi friðsemdarfólks um að gera ekki flugu mein. Kannski erum við bara ekki komin nógu langt í að nýta hana sem húsdýr - eða gæludýr. Mér datt þetta í hug í framhaldi af því atriði í Nóialbinói þar sem Nói og flugan leika listir sínar. Ef til vill ætti ég bara að líta á það sem djúpstæða upplifun náttúrunnar að heyra þær suða og gruna að þær langi helst til að tylla sér á nefið á mér þar sem það gægist undan sænginni. Menningarlega sinnuð kona eins og ég á náttúrlega að muna að lítil fluga hefur orðið að indælu yrkisefni í tali og tónum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007