Leita í fréttum mbl.is

vorboðar ljúfir?

Ég stóð um stund á tröppunum heima í fyrrakvöld og horfði yfir Hjaltadalinn værðarlegan í kvöldkyrrðinn, gróðurilmur í lofti, grænkandi tún og Nýibær allur að taka lit. Náttúran ört vaknandi svo ég skundaði léttstíg til stofu, skellti mér í sófann hjá mínum heittelskaða og gerði atlögu að þeirri athygli sem hann beindi að þeim Evu Maríu og Röggu á skjánum. Beitti öllum mínum töfrum, blikkaði hann og renndi höndinni daðurslega gegnum hárið - sem rústaði reyndar algerlega stemmningunni.

Haldiði ekki að einn af fuglum himinins hafi notað tækifærið þar sem ég stóð í upphafinni náttúrudýrkun og skitið í hausinn á mér?

Þessi reynsla gefur mér alveg nýja sýn á kvæði þjóðskáldsins Jónasar; heilsaðu einkum ef að fyrir ber - hvað gekk manninum til með að panta kveðju frá þresti til þessarar stúlku með rauðan skúf í peysu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nú hló ég... og hlæ enn! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.5.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband