Leita í fréttum mbl.is

enn einn árgangur

holautskrift08er floginn úr hreiðrinu Hólaskóla - Háskólanum á Hólum og það með glæsibrag! Helgi sagði á útskriftarathöfninni að í ljósi þess hve skólahald hófst snemma hér (1106) sé 60 ára útskriftarárgangurinn frá Bændaskólanum á Hólum bara tiltölulega nýúskrifaður! Enda talaði Pálmi Jónsson frá Akri, fyrrum landbúnaðarráðherra og fulltrúi 60 ára búfræðinga í sinni ræðu alltaf um þá strákana, sem útskrifuðust vorið 1948. Það var merkilegt að fara með honum í huganum aftur til þess tíma og velta fyrir sér breytingunum sem hafa orðið á skólastaðnum. Þá þurftu nemendur til dæmis að skiptast á að vakna um miðja nótt til að hita vatn í þvottapotti í skúr niðri við læk, til að sú hversdagslega athöfn að þvo þvott gæti farið fram. Þetta er eitt af þessum atriðum úr daglegu lífi hér, sem sjaldnast ratar á spjöld sögunnar. Það hefur mikið verið skrifað um biskupa og svolítið um skólastjórana, aðeins um líf skólapilta en miklu minna er vitað um ráðsmennina, ráðskonurnar, vinnufólkið eða hvernig var að vera barn á Hólum. Hvernig skyldi forverum mínum hafa líkað lífið á Hólum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband