Leita í fréttum mbl.is

ég vildi vera á Akureyri

á morgun. Ţađ er reyndar svolítiđ framandi tilfinning, viđurkenni ţađ ađ mér líđur nú allajafna betur í nćstu sveit eđa fyrir vestan eins og ţeir segja fyrir norđan. Ţađ er ekki bara útaf ţví hvađ mćlist mikiđ jafnrétti á Akureyri, nei ţetta er einsog hver önnur sólarhringspest og tengist ţví ađ á morgun verđur merkilegt málţing viđ Háskólann á Akureyri um íslensku í háskólum. Ţađ er reyndar ekkert svo jafnréttislegt, ţađ tala bara kallar ţar en ţeir munu tala um mikilvćgt mál - íslenskuna sem samskiptamál í frćđaheiminum. Veitir kannski ekki af, á auglýsingaborđanum á ţessum miđli má m.a. lesa eftirfarandi skilabođ frá íslenskum háskóla; taught completely in english og ég tók eftir ţví ţegar ég var ađ tékka á dagskrá málţingsins góđa sem ég kemst ţví miđur ekki á, ađ slóđin á vef Háskólans á Akureyri er www.unak.is sem stendur vćntanlega fyrir University in Akureyri. Sú skođun er víđa uppi nú um stundir ađ ţađ sé miklu betra á tímum hnattvćđingar ađ nota ensku sem samskiptamál. Ţađ á viđ ţegar viđmćlendur eiga ţađ mál eitt sameiginlegt - en enskan er bara eitt af ţeim málum sem viđ höfum til ađ hugsa á. Ţađ ađ hugsa á fleiri en einu tungumáli er ekki bara spurning um ţýđingu hugtaka og hugmynda heldur er ţađ skapandi, býđur uppá fleiri sjónarhorn og ţarmeđ fleiri túlkunar og mögulegan skilning. Tungumál er menningararfur - okkur var trúađ fyrir ţessu tungumáli, viđ fengum ţađ í vöggugjöf og ţađ er okkar mál.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Íslensk tunga er mér mikiđ hjartans mál og ég hef litiđ hornauga ţessa minnimáttarkennd ađ vilja ekki eđa geta ekki notađ hana í háskólum og víđar ţar sem tekin hefur veriđ upp enska sem kennslu- eđa samskiptamál. Ţetta veldur ţví ađ tungumáliđ glatast smátt og smátt, ţađ held ég ađ sé ekki spurning.

Viđ lestur á pistlinum ţínum verđur mér hugsađ til greinar sem ég las fyrir mörgum árum í tímariti Íslenskrar málnefndar, Málfregnum (19:2000), sem ég er áskrifandi ađ. Greinin var unnin upp úr fyrirlestri sem dr. Matthew Whelpton, dósent viđ Háskóla Íslands, flutti á ráđstefnu um íslensku sem annađ tungumál, ef ég man rétt.
Greinin er hér og gaman vćri ađ heyra hvađ ţér finnst um hana, Guđrún.

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.4.2008 kl. 23:39

2 Smámynd: Guđrún Helgadóttir

Ţetta er mjög skemmtileg grein, Lára Hanna og kemur sér vel ađ fá ađ sjá hana í dag ţví á morgun er ég ađ fara ađ flytja fyrirlestur sem ţessi grein er alveg hugljómun fyrir.

Guđrún Helgadóttir, 14.4.2008 kl. 11:13

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gaman ađ heyra, Guđrún. Hvar flyturđu fyrirlesturinn og hvađ ćtlarđu ađ fjalla um?

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.4.2008 kl. 11:19

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband