13.7.2007 | 13:29
finna tjaldsvæði
þá má leita á www.ferdalag.is (ath. að vefurinn er hryllilega asnalega upp settur þannig að það þarf að skrolla niður til að finna upplýsingarnar) - tjaldsvæði á Vesturlandi eru á http://www.visiticeland.com/infosearch.asp?cat_id=76&area=VeLa&type=4&subtype=4.5.0&keyword=Eftir%20orði
Góða ferð og gangi ykkur vel að finna tjaldsvæði!
![]() |
Tjaldstæðið í Húsafelli yfirfullt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 12:14
Hvað er bakvið fjöllin háu í Langadal?
Það grunar fáa sem renna þjóðveg eitt um Langadalinn í Austur-Húnavatnssýslu, hvað það er fjölbreytt og fallegt landslag bakvið fjöllin háu austan megin dalsins. Það er þó orðið auðveldara að gera sér það í hugarlund og jafnvel njóta þess aðeins með því að leyfa sér að stoppa við eitt af skiltunum sem hafa verið sett upp á stöku stað við veginn. Á þeim eru kort af svæðinu milli Langadals og Skagafjarðar, dölum sem nú eru í eyði: Laxárdal, Víðidal, Hryggjadal, Ytri og Fremri-Rangala og hvað þeir nú allir heita. Laxárdalurinn endar á móts við Húnaver og útí Refasveit utan við Blönduós. Landslagið er æði fjölbreytt einkum vestan til á svæðinu þar sem er gömul megineldstöð með tilheyrandi litaspili í berginu. Vel geymt leyndarmál í alfaraleið - mæli með því að útvega sér göngukort og eyða að minnsta kosti degi í að skoða svæðið!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2007 | 15:12
Dalirnir heilla
það er að rétt að Dalirnir eiga enn mörg tækifæri inni til uppbyggingar ferðaþjónustu. Nemendur mínir á Ferðamálabraut Hólaskóla gerðu eitt sinn lokaverkefni um Dalina og komust einmitt að sömu niðurstöðu. Fyrir þá sem langar þangað mæli ég með að taka t.d. Sumarið bak við brekkuna eftir Jón Kalmann Stefánsson með sem léttu sumarlesninguna. Ég mæli alveg með ferðalagi þangað og fínt að kíkja á sögukortið til að rifja upp Laxdælu.
Sjálf hef ég oft ferðast um þetta svæði og ætla einmitt í hestaferð þangað seinna í mánuðinum. Við fjölskyldan höfum átt virkilega góða daga í Dölunum; fínar móttökur á Eiríksstöðum þar sem sonurinn fékk á sínum tíma að prófa hringabrynju, sveifla sverði og baka sér flatbrauð, góð gisting á Stóra-Vatnshorni í Haukadal, sundlaugin á Laugum í Sælingsdal er alger perla sem og kirkjan í Hjarðarholti, fari maður Fellsströnd og Skarðsströnd er eins víst að sjá örn! Fínt kaffihús og verslun í Saurbænum og búðin í Búðardal hefur uppá margt að bjóða - en það mættu mín vegna alveg vera fleiri möguleikar á að eyða peningum á ferð um Dalina.
![]() |
Höfum setið eftir í uppbyggingu ferðaþjónustu" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2007 | 15:12
heima á Hólum í fríi
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2007 | 09:45
sól í Húnaþingi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.6.2007 | 21:28
tími vegarollunnar
áður en lengra er haldið vil ég upplýsa þig um að ég er vinur vegarollunnar eins og annarra vegfarenda. Nú er hennar tími og við eigum að víkja fyrir henni af þeirri einföldu ástæðu að sá vægir sem vitið hefur meira. Hún kann engar umferðarreglur og það gerir lítið fyrir okkur að keyra á hana þó við séum kannski í fullum rétti. Höfum við ekki annars örugglega meira vit, bílstjórarnir en vegarollan, hvað þá litla vegalambið?
Við vitum örugglega að helsta umferðarreglan er sú að haga akstri í samræmi við aðstæður. Aðstæður á íslenskum vegum á sumrin eru þær að þeir eru fullir af hinum hálfvitunum sem kunna ekkert að keyra, kindum, kúm, hestum, helv... fellihýsunum og hestakerrunum og túristunum að glápa útí loftið! Það væri nú hægt að æsa sig dáltíð yfir þessu. En til hvers? Við getum ekki breytt öðrum en við getum breytt okkar eigin góða degi í hreina martröð, jafnvel fyrir lífstíð með æsingi í umferðinni.
Gefum okkur tíma til að njóta í stað þess að þjóta, ánægjunnar og öryggisins vegna.
PS kíktu endilega á www.hugsandi.is og skoðaðu færsluna hennar Helgu Tryggvadóttir um hina íslensku þjóðkind...
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.6.2007 | 14:01
sjúklingum skóflað út á land?!
Ég varð fyrir töluverðum vonbrigðum að lesa blogg þar sem annars gagnrýninn penni tekur hugsunarlaust upp þá fréttaskýringu að það sé hið mesta neyðarbrauð að sjúklingar þurfi að fara af yfirfullum sjúkrahúsum í Reykjavík á heilbrigðisstofnanir úti á landi.
Í fyrsta lagi búum við svo vel í þessu landi að hafa vel búnar, vistlegar og vel mannaðar sjúkrastofnanir víða um land. Við erum ekki enn búin að skjóta okkur endanlega í fótinn með því að hrúga öllum sjúklingum í 101 Reykjavík og reka þar með endanlega umferðarhnútinn í kringum LSH-Hringbraut. Ég hef aldrei skilið skynsemina í áætlunum um hátæknisjúkrahús í stað þess að ráðast í það að byggja hjúkrunarrými sem mætir þörf þeirra sem eru á þessum frægu biðlistum, þ.e. rými til að ná bata eftir aðgerðir, rými til endurhæfingar og rými fyrir þá sem þurfa stöðuga umönnun t.d. vegna aldurs.
Í öðru lagi, ef ég mætti velja hvort ég lægi á Landsspítalanum eftir aðgerð eða á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks sem stendur á fallegasta stað í bænum með útsýn um allan fjörð, persónulega þjónustu og nálægt fjölskyldu minni er ekki spurning hvað ég myndi velja. Það er þó ekki víst að ég gæti valið því þannig er að sjúklingum utan af landi er gjarnan "skóflað" til Reykjavíkur.
Í þriðja lagi þá er orðið val lykilatriði hér, þeir sem gátu afborið að hlusta til enda á fréttina um fyrirhugaða flutninga sjúklinga af LSH út á land tóku nefnilega eftir því að hugmynd um flutning átti eftir að ræða við þá sjúklinga sem til greina kom að flytja.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 14:55
hátíðir og stúdínan okkar
Verð að sýna heiminum þessa fínu mynd af stelpunni minni henni Jóhönnu Thorarensen með hvítan koll, hún er til vinstri á myndinni. Það var mikið um dýrðir í tilefni af útskriftinni - flott hvernig útskrift og útskriftarafmæli setja alveg sérstakan blæ á hátíðahöldin á Akureyri á 17. júní.
Það verður nefnilega að viðurkennast að víða um land einkennast hátíðahöld sautjánda júní svolítið af sömu gömlu rullunni og hefur ekki einu sinni tekist að varðveita hátíðablæinn. Þarna kemur saman persónuleg hátíð hjá 135 manns og þeirra fólki og að bærinn skartar sínu besta í tilefni bæði þjóðhátíðar og útskriftar.
Hér í Skagafirði var brotið uppá því nýmæli að hafa ein hátíðahöld, á Sauðárkrók sem er stærsta hverfið í sveitarfélaginu - en tilefnið var þó aðallega 100 ára afmæli UMF Tindastóls. Ég var með fjölskyldunni á Akureyri en frétti að þetta hefði verið mjög glæsilegur 17. júní á Króknum og ég vona bara að við getum haldið áfram að hafa eina góða þjóðhátíð allra skagfirðinga - að ekki sé minnst á Sæluviku, víkingahátíð, Jónsmessuhátíð á Hofsósi (um næstu helgi), Hólahátíð, stóðréttir, kóramót, þrettándaball, þorrablót og svo aftur Sæluviku!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.6.2007 | 15:43
vífilfell og samstarfsaðilar: látið verkin tala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2007 | 15:25
nei heyriði mig nú!
![]() |
Kosið í nýtt Seðlabankaráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007