Leita í fréttum mbl.is

tími vegarollunnar

áður en lengra er haldið vil ég upplýsa þig um að ég er vinur vegarollunnar eins og annarra vegfarenda. Nú er hennar tími og við eigum að víkja fyrir henni af þeirri einföldu ástæðu að sá vægir sem vitið hefur meira. Hún kann engar umferðarreglur og það gerir lítið fyrir okkur að keyra á hana þó við séum kannski í fullum rétti. Höfum við ekki annars örugglega meira vit, bílstjórarnir en vegarollan, hvað þá litla vegalambið?

Við vitum örugglega að helsta umferðarreglan er sú að haga akstri í samræmi við aðstæður. Aðstæður á íslenskum vegum á sumrin eru þær að þeir eru fullir af hinum hálfvitunum sem kunna ekkert að keyra, kindum, kúm, hestum, helv... fellihýsunum og hestakerrunum og túristunum að glápa útí loftið! Það væri nú hægt að æsa sig dáltíð yfir þessu. En til hvers? Við getum ekki breytt öðrum en við getum breytt okkar eigin góða degi í hreina martröð, jafnvel fyrir lífstíð með æsingi í umferðinni.

Gefum okkur tíma til að njóta í stað þess að þjóta, ánægjunnar og öryggisins vegna.

PS kíktu endilega á www.hugsandi.is og skoðaðu færsluna hennar Helgu Tryggvadóttir um hina íslensku þjóðkind...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Því miður Guðrún sama hvað ég leitaði greininni - fann ekki.

Edda Agnarsdóttir, 28.6.2007 kl. 15:25

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég tek undir þetta hjá þér, enn hraðinn er bara, hvort sem að okkur líkar það betur eða verr, meiri en svo að það sé líðanlegt að bændur láti sem þetta komi þeim ekki við, en að sjálfsögðu eigum við að fara varlega alltaf og við vitum líka að slys verða líka með girðingar þær geta gefið sig einhverra hluta vegna og dýrin þar með komin út á vegina án þess að eigandi þeirra viti neitt af því.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 29.6.2007 kl. 22:45

3 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Takk fyrir þessa pælingu Högni, það er nauðsynlegt að landeigendur haldi við sínum girðingum - ekki bara bændur heldur allir landeigendur. Fólk sem á búfé getur lent í að landeigandinn á næstu jörð heldur ekki við sínum girðingum og féð kemst gegnum ógirt land.

Svo hagar víða þannig til að það þarf að reka búfé, kindur, kýr og hross með eða yfir vegi - að ekki sé talað um að reiðvegir eru víða lagðir með akvegum og því alltaf viss hætta á að hross leiti uppá akvegi. Sem ætti að vera í lagi ef allir væru að haga sér í samræmi við aðstæður....

Guðrún Helgadóttir, 30.6.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband