Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

að vera tveggja þjónn

alls almennings sem þingmaður og svo ákveðins hluta almennings sem formaður stéttarfélags getur falið í sér hagsmunaárekstra. Kannski enn ein ástæðan til að krefjast þess af fólki að það sleppi stjórnartaumum og hagsmunum sem þeir kunna að hafa úti í þjóðfélaginu setjist þeir á þing.
mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ekki fyrsta afsögnin

- en vekur mun meiri athygli en þegar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagði af sér úr stjórn Seðlabankans 9. oktober 2008 en hún var kjörin í stjórnina í október 2007. Í yfirlýsingu af því tilefni sagði hún að alvarleg mistök hefðu átt sér stað, hún vildi axla ábyrgð, baðst afsökunar og skoraði á aðra stjórnarmenn og bankastjóra Seðlabanka Íslands að gera hið sama. Sigríður Ingibjörg er enn eina manneskjan úr liði Seðlabankans sem hefur sagt af sér. 2-0 fyrir Samfylkingunni gegn Sjálfstæðisflokknum í þessu efni.
mbl.is Afsögn Björgvins vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

jæja, axli nú ábyrgð hver sem betur getur;

nú vil ég sjá ábyrgt fréttafólk lúslesa þessi 40 atriði og koma með vandaðar fréttaskýringar um þau. Eru þau komin til framkvæmda, hvernig virka þau fyrir ungt skuldsett fólk, lífeyrisþega, sparifjáreigendur, fyrirtæki, auðjöfra etc. Eða er þetta allt eitt plat?

Ég vil fá að vita hvað er raunverulega að gerast sem hefur einhver áhrif á heimilin í landinu. Fjölmiðlar voru algerlega uppteknir af brennandi garðbekk í almannaeigu í gær. Nú vil ég að þeir verði uppteknir af því að rýna t.d. í reglugerðina sem á að taka gildi 1. febrúar um innheimtu skulda.

Ég vil semsagt að þeir axli ábyrgð sína sem varðhundar almannahagsmuna. Ég vil að Þórhallur og Kastljósliðið sem mætir aldrei upplýst og undirbúið í viðtöl og kann ekkert nema að þráspyrja sömu spurninganna víki. Ég vil sjá sérfræðinga, reynda og fróða fréttamenn að störfum. Ég vil fá erlenda blaðamenn í málið.


mbl.is Margvíslegar aðgerðir stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

og hvað, nákvæmlega, þýðir

það sem þú ert að segja Steingrímur? Hvað er að halda utanum íslenskt samfélag? Er það til dæmis það sem Ögmundur Jónasson hefur verið að gera með þrásetu sinni sem formaður BSRB og stjórnarformennsku í Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna meðfram því að vera alþingismaður í fullu starfi? Ef svo er, þá er það krampakennt tak. Hvaða leiðir sérð þú útúr erfiðleikunum?
mbl.is Viðfangsefnið að halda utan um íslenskt samfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ábyrgð er að standa með sínum málstað

nokkuð sem nafnlausa og andlitslausa liðið á erfitt með. Það gargar um ábyrgð en getur ekki hugsað sér að axla ábyrgð á eigin gerðum. Þvílíku hetjurnar!
mbl.is Eyjan biður bloggara að sýna ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband