Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

H-ólympíuleikarnir

voru haldnir um síðustu helgi á Hólum. Þeir komu í stað HM-Hólar, árlegri fótboltakeppni í sumarlok. Nú var það sko Ólympíuandinn sem sveif yfir vötnum með tilheyrandi ungmennafélagsstemmningu og sveitarómantík - takið eftir að hér er Nokia annað og meira en sími: http://www.holar.is/fr572.htm

gleði, bara gleði

á mínum vinnustað eins og um allt land! Ég gafst alveg upp á að reyna að einbeita mér að því að skrifa texta sem átti að verða hrikalega gáfulegur og fór bara niður til að æpa, klappa og hoppa hæð mína eins og allir hinir! Til hamingju landslið, þetta er langþráður árangur og við grétum og hlógum með ykkur.
mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hver er fjölhæfasti bóndi Norðurlands?

Ég missti sko af þessum lið á Sveitasælu 2008 og líka gröfumanni ársins. Ég vona bara að það fréttist sem fyrst hverjir hampa þessum titlum - fleiri góðar keppnir í gangi en Ólympíuleikarnir. Til dæmis Hólympíuleikarnir, sem eru víst rétt handan við hornið...

sagan endurtekur sig

karlarnir gleyma að tala við konurnar sem voru þó með þeim í framboði!


mbl.is Marsibil styður ekki nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fáránlegt

frá upphafi til enda hvernig borgarstjórnarmálin hafa þróast. Er eitthvað sennilegra að trúnaður ríki milli Framsóknar og Sjálfstæðismanna nú en áður? Eða milli borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins innbyrðis?
mbl.is Nýr meirihluti að fæðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

síðsumar á Hólum

flestir kennarar Háskólans á Hólum komnir úr sumarfríinu sínu og sitja nú missólbrúnir en flestir sællegir, við að leggja síðustu hönd á skipulag námskeiðanna á haustönn. Það er alltaf veruleg skemmtilegt, svolítið eins og að skrifa handrit að leikriti og sjá fyrir sér hvernig þetta gæti allt smollið saman í upplifun (nám) sem skiptir máli. Ég nota Moodle vefumhverfið til að setja námskeiðin upp og mér finnst orðið ómissandi að hafa svona vef fyrir námskeiðin hvort sem þau eru kennd í staðnámi eða fjarnámi. Ég sé að nemendur eru farnir að skrá sig inn svo það eru fleiri en við kennararnir komnir í gírinn. Annars ætti fólk náttúrlega að eyða þessum síðustu dögum sumarsins í berjamó og sveppaskóg - hér er allt blátt af berjum og fullt af lerki - og furusveppum sem geta verið veruleg búdrýgindi.


sorglegt

hugsunarleysi og tillitsleysi. Fyrir nokkurra stunda skemmtun eru einhverjir búnir að spilla fegurð landsins, spilla ímynd þeirra sem stunda akstursíþróttir og vinna þannig óbætanlegt tjón bæði á náttúru landsins og menningu. Það er kominn tími til að gera átak í umræðu og fræðslu um ábyrgð okkar gagnvart umhverfinu.


mbl.is Óbætanlegar skemmdir hjá Landmannalaugum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

til þess, sem málið varðar:

Ef þú gast borið þennan bauk sumar2008 090sumar2008 091- eða hinn, fullan uppá fjöll þá munar ekki um hann tóman til baka. Bara stíga á hann og stinga honum í vasann og koma í endurvinnslu. Ekki ímynda þér að þú getur stungið honum undir stein og hann liggi þar kyrr næstu áratugi, hann poppar upp í næstu frostlyftingu sem vitnisburður um sóðaskap þinn, eða einhvers af öllum hinum strútunum sem stinga höfðinu í sandinn og bauknum undir stein...

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband