Leita í fréttum mbl.is

síðsumar á Hólum

flestir kennarar Háskólans á Hólum komnir úr sumarfríinu sínu og sitja nú missólbrúnir en flestir sællegir, við að leggja síðustu hönd á skipulag námskeiðanna á haustönn. Það er alltaf veruleg skemmtilegt, svolítið eins og að skrifa handrit að leikriti og sjá fyrir sér hvernig þetta gæti allt smollið saman í upplifun (nám) sem skiptir máli. Ég nota Moodle vefumhverfið til að setja námskeiðin upp og mér finnst orðið ómissandi að hafa svona vef fyrir námskeiðin hvort sem þau eru kennd í staðnámi eða fjarnámi. Ég sé að nemendur eru farnir að skrá sig inn svo það eru fleiri en við kennararnir komnir í gírinn. Annars ætti fólk náttúrlega að eyða þessum síðustu dögum sumarsins í berjamó og sveppaskóg - hér er allt blátt af berjum og fullt af lerki - og furusveppum sem geta verið veruleg búdrýgindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Viltu fara inn á bloggsíðuna mína og svo inn á unifem og skrifa undir undirskriftasöfnunina?

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband