Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

í Reykjavíkurhrepp

er raunalegt ástand. Borgarstjórinn nýbakaði hélt því fram í Kastljósi áðan að á netinu væri samblástur gegn honum og auðvitað að fjölmiðlar kyntu undir. Honum væri nær að sætta sig við að lifa á tímum þar sem hver og einn sem kemst í netsamband getur tjáð sig um stjórnmál, það er svona virkt lýðræði sem er ekki ritstýrt af flokksmálgögnum eins og í gamla daga. Þegar stjórnmálamanni finnst allir vera á móti sér - þá er kannski eitthvað til í því. Og það er alvarlegt mál í lýðræðisþjóðfélagi að sitja við völd í óþökk almennings. Bjúgverpillinn gæti komið aftur, svo vitnað sé nú í hann sjálfan - reyndar í tengslum við annað plott ef ég man rétt, en ætli það sé ekki jafn vont og að fá hnífasett í bakið?


hefði ekki verið rétt að spyrja fyrst

og skjóta svo? Hvað er að þessum manni - vonbrigði að þær vilji ekki vera með - hvernig stendur á að hann var ekki búinn að kanna það fyrirfram?
mbl.is Mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

blindsóló er slæm pólitík

Ekki verður þetta upphlaup til að auka traust almennings á stjórnmálamönnum. Ólafur hefur ekki getað bent á neitt bitastætt sem bæri á milli í stefnu hans og fyrrverandi samstarfsaðila - nema að hann hafi ekki fengið nógu mikla nefndasetu eða e-ð. Er það traustvekjandi stjórnmálamaður sem tekur svona ákvörðun án samráðs við fólkið sem hann bauð sig fram með? 2. og 3. maður á lista Frjálslyndra og óháðra (eða öllu heldur Óháðra og frjálslyndra miðað við að flokksaðild frambjóðenda) vissu ekkert af þessu!

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að vaxa af gerðum fólks sem hefur geð í sér til að kaupa aumingja Ólaf með að lofa honum að tylla sér í borgarstjórastólinn smástund, í stað þess að sýna að það geti staðið stjórnmálavaktina hvort sem er í meirihluta eða minnihluta. Það er alveg rétt hjá Steingrími - þó þau ráð komi nú kannski úr óvæntri átt; að menn eigi  að  jafna sig og sleikja sárin í minnihluta og taka því eins og menn.

Nú skal manninn reyna, ég dáist að Margréti Sverrisdóttur, Svandísi Svavarsdóttur og Degi Eggertssyni fyrir að taka þessum ótíðindum með tiltölulegu jafnaðargeði. Haldið kúlinu - þið eruð framtíðarfólk, meira en hægt er að segja um suma í stöðunni.


mbl.is Stjórnarskiptin til marks um örvæntingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hólar

skörtuðu sínum fegursta vetrarbúningi í dag, sólin er að læðast niður Hólabyrðuna - komin í miðjar hlíðar og stutt í sólarkaffið. Það snjóaði vel í gær og frábært að komast á gönguskíði, stór hringur í skóginum á gömlu græjunum mínum - engin braut en það er í lagi mín vegna að það sé ekki búið að troða slóðina... Í kvöld var komið glaðatunglskin, stjörnubjart og norðurljósin skreyta himininn - verst hvað þau koma illa út á mynd. Sendi ykkur bara kertaljós í staðinn!

janfeb07 004


nauðsyn

að friða algerlega meðan ákvörðunar ráðherra er beðið. Það er grafalvarlegt mál hvað við sem þjóð höfum verið sinnulaus um okkar umhverfi hvort sem það er náttúrulegt eða manngert. Við erum á góðri leið með að gera Reykjavík að svona generic no-name borg, með húsum sem gætu verið hvar sem er í heiminum sbr. Iðuhúsið, Moggahöllina og Tryggingamiðstöðina í Aðalstræti, forljóta báknið á horni Hafnarstrætis og Lækjargötu sem menn hafa í alvöru talað um að rífa aftur og svo mætti lengi telja.
mbl.is Skyndifriðun beitt á Laugavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

meirihlutinn er á móti fyrirætlunum eigenda

eða 69,1%, þ.e. annarsvegar þau 27,6% sem vilja friðun og þau 41,5% sem vilja hús sem falla að núverandi götumynd. Það er semsagt hreinn meirihluti gegn því að gera neðanverðan Laugaveg að þröngri og skuggalegri götu, boru þar sem sólin skín ekki. Sem er ekkert skrýtið.

Ef fyrirhugaðir gestir hótelsins umrædda væru spurðir hvort þeir vildu eyða byggingasögulegum minjum frá 19. öld til að geta gist á reitnum er ég líka hrædd um að þeir yrðu tvístígandi. Það er sannarlega að míga í skóinn sinn að byggja hótel í miðbæ og rífa niður það sem gerir hann sögulegan og sérstæðan í leiðinni. Það kemur enginn gagngert til Reykjavíkur til að gista á hóteli, fólk kemur af því að það á erindi í borgina - meðal annars að njóta gamla borgarhlutans. Rétt eins og við kaupum kynningu ferðaskrifstofa á því hvað aðrar evrópskar borgir státi af fallegum og vel uppgerðum gömlum borgarhlutum - gjarnan miðborgunum og sækjum þær heim frekar en hinar sem misstu andlitið á sínum tíma.


mbl.is Meirihlutinn vill ný hús við Laugaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

vonandi

tekur ráðherra afstöðu með Laugaveginum, þannig að sólin og sunnanvindurinn eigi áfram erindi þar. Hugsið ykkur hvað það yrði mikil andlitslyfting fyrir Reykjavík að gera þessi hús upp þannig að þau yrðu bæði augnayndi og þörf áminning um að Laugavegurinn er gömul gata. Þeir, sem vilja byggja nýtt verða bara að finna sér aðra byggingareiti, þetta snýst um minjar og sögu sem er okkar allra þó það sé Reykvíkinga og nú komi til kasta menntamálaráðherra að varðveita þær. Finnst ykkur annars ekki ótrúlegt að við skulum standa í sömu sporum og þegar Fjalakötturinn, eitt elsta bíó í heimi og merkilegur vettvangur menningar og sögu á Íslandi, var rifinn illu heilli fyrir nærri 30 árum?
mbl.is Ráðherra friði Laugavegshús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

pavlovan

des2007 019Pavlovan hennar Jóhönnu var eiginlega fullkomin. Þori samt ekki að halda því fram að hún hafi verið það ef ske kynni að hún líktist pabba sínum í því að langa ekki lengur að búa það til sem er orðið gott - takmarkinu náð. En hún var allavega svo flott og góð að ég varð bara að taka myndir af henni, pavlovunni. Þessi árangur frumburðarins er samt ekkert mér að þakka, ég baka aldrei ótilneydd.

en hvað með Laugaveginn?

Það er útaf fyrir sig gott að húsunum verði bjargað en þetta er ekki góð lausn. Það er götumyndin, heildin sem skiptir máli en ekki bara einstakir hlutar hennar. Ef byggt verður t.d. af álíka hæð og handan götunnar erum við bara komin með enn einn götubútinn sem er svona gljúfur í borg - er það framtíðarsýn okkar fyrir Laugaveginn? Hvað með sólskinið og sunnanvindinn sem nú á greiða leið þarna um?
mbl.is Laugavegshúsunum bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband