7.5.2009 | 17:37
hverjir hafa hag af hræðslunni?
útgerðarmenn, núverandi stjórnarandstaða og bændaforystan keppast nú við að mála skrattann á vegginn og fullyrða að allt fari á hausinn ef auðlindir fara í þjóðareigu eða Ísland í ESB. Fyrirgefiði, það fór ekki framhjá neinum að það fór allt á hausinn - án þess að til þessara ráða væri gripið.
Það hefur dunið í eyrum okkar að ekkert væri verið að gera í málefnum heimila og fyrirtækja. Svo kemur í ljós að bankarnir bíða eftir að viðskiptavinir þeirra nýti sér úrræðin sem gripið hefur verið til. Á vefnum www.island.is er langur listi aðgerða til að bregðast við skuldum s.s. hækkun vaxtabóta, frysting lána, breyttar reglur um aðför að skuldurum etc. etc. En eru fjölmiðlar að skoða þessi úrræði, kynna þau og efna til umræðu með að greina þau og reikna í botn? Nei. Þeir eru ekki að því og á meðan er fólk allsekki með á hreinu hvaða ráð eru í stöðunni. Hver hefur hag af þessu? Almenningur? Nei varla. Þeir, sem settu allt á hausinn og kunna illa við að hafa misst völdin? Líklega.
Í morgunútvarpinu grenjar útgerðarmaður um að hann sé búinn að reikna það út að með fyrningarleiðinni fari útgerðin á hausinn á 7 árum. Er þetta frétt? Er útgerðin ekki að fara á hausinn hvort eð er? Eru fréttastofurnar búnar að kanna forsendurnar og meta áreiðanleika þessarar fullyrðingar og eru þær tilbúnar með alvöru frétt um málið?
Follow the money segja rannsóknarblaðamenn gjarnan - finndu hagsmunina og þeir leiða þig í átt til sannleikans.
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.