Leita í fréttum mbl.is

Opna stjórnsýslu og öfgalausa umræðu takk!

Nú er ekki tíminn fyrir hræðsluáróður, skyndilausnir og pólitísk yfirboð. Það er ömurlegt að horfa uppá stjórnmálamenn sem virðast ekki skilja að það gengur ekki lengur. Í vetur varð hugarfarsbreyting hjá íslensku þjóðinni. Fólk sá að keisarinn var ber og heimtaði uppgjör við ranga stefnu og siðlaus vinnubrögð. Það uppgjör er rétt að byrja og á þeim grunni verður uppbyggingin.

 

Nú er verið að stíga mikilvæg skref; í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins getur almenningur t.d. fylgst með því hvað er á dagskrá í ríkisstjórninni. Hingað til hafa þetta verið hálfgerðar leynisamkomur en nú liggur dagskrá hvers ríkisstjórnarfundar fyrir á http://www.stjornarrad.is/rikisstjorn/

 

Við erum búin að vera með stefnu um rafræna stjórnsýslu og upplýsingalög í fleiri ár - en það þurfti hreina vinstristjórn í svo einfalda aðgerð að búa til vefsíðu fyrir almenning að fylgjast með ríkisstjórninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband