10.7.2008 | 14:04
ég var túristi í Reykjavík
í einn dag í síðustu viku. Það var að mörgu leyti fjarskalega notalegt, ég rölti um miðborgina í glampandi sól og hita og settist svo sólarmegin í Vallarstrætinu með hvítvínsglas við öldurhús. Hinum megin við hekkið var fólk að leika sér og enginn orðinn fullur enn. Við sátum þarna dönnuð í sumardressunum, með designer sólgleraugun og orðnir forframaðri en svo að fækka fötum og snúa andlitinu mót sól. En yfir Alþingisreitnum frá mér séð sveimaði mávager. Ég veit náttúrlega betur en svo að þeir hafi verið að snapa einhvert rusl þar, líklegra að þeir sitji um litlu andarungana sem allir bretta stél á Tjörninni og brauðið sem þeim er ætlað. Samt settu þeir annan og ískyggilegri svip á sólardaginn, rétt eins og ruslið sem loddi þegar að var gáð í öllum runnum, hornum og ræsum við hinn virðulega Austurvöll. Plastglös, servíettur, sígarettur, gosflöskur, ölflöskur - setja svip á miðborgina jafnt sem hvern vegkant um allt landið sem er fagurt sem fyrr en ef til vill ekki svo hreint. Þarna sátum við svo sæt í sólinni, sóðarnir og það hvarflar að manni hvort eitthvað sé rotið in the state of...
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.