Leita í fréttum mbl.is

þá liggja úrslitin fyrir

glumdi um allan Hólastað áðan þegar úrslitin úr Skeifukeppninni voru tilkynnt. Keppnin fór fram úti á reiðvelli en núna klukkan þrjú hefst útskrift frá Háskólanum á Hólum í Þráarhöllinni. Í skólahúsinu er verið að leggja lokahönd á veislukaffið, strjúka í síðasta sinn yfir gólfin og tékka að réttu pappírnir séu í fínu svörtu möppunum með silfruðu merki skólans. Svo hefst hátíðin og við kennararnir munum sitja í salnum montin af okkar fólki eins og við værum mömmur þeirra - þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að svo sé ekki! Ferðamáladeild er að útskrifa annan árganginn sinn með BA gráðu og góðan hóp með diploma í ferðamálafræði. Það verða allir í sínu fínasta pússi og rektorinn í rektorskápunni og svo tilheyrir að verða svolítið kalt á myndatökunni og það er svolítið tregablandið að sjá á eftir fólkinu sínu eftir samveruna. Gleðin hefur þó völdin því góðum áfanga er náð og þau eru að fara að gera góða hluti, sum fara í spennandi störf og önnur ætla að halda áfram námi - til hamingju með daginn útskriftarnemar Hólaskóla - Háskólans á Hólum vorið 2008!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þið kennarar meigið líka vera ánægð með þennan dag því þið eigið mikinn heiður að þetta tókst hjá okkur BA nemum.  Takk fyrir árinn þrjú á Hólum.

Þórður Ingi Bjarnason, 25.5.2008 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband