Leita í fréttum mbl.is

útinám

er sem betur fer að verða viðurkennt í skólastarfi á öllum skólastigum. Það hafa hingað til þekkst vettvangsferðir, en við eigum enn nokkuð í land að gera útinám að jafn reglulegum þætti í skólastarfi og t.d. að taka frímínútur eða setja fyrir heimavinnu. Um daginn var ég svo heppin að vera beðin um að vera fundarstjóri á ráðstefnu um útinám sem var haldin á Sauðárkrók í tilefni af 100 ára afmæli Kennaraháskólans. Það var mjög áhugavert og umhugsunarvert fyrir mig - ekki síst þar sem kennslumatið í námskeiðunum mínum í ár og verkefni nemenda sýna að nám á vettvangi, það að fara á sýningar, taka þátt í viðburðum, hitta fólk á sínum vinnustöðum og skoða menningarlandslagið er það sem gefur fræðunum sem ég er að kenna miklu meiri merkingu. Að ekki sé nú minnst á það sem við öll þekkjum, að það að vera úti veitir vellíðan. Eftir þessar vangaveltur er ég komin að þeirri niðurstöðu að félagar mínir sem kenna náttúrutengda ferðaþjónustu, útivist og göngustígagerð séu ekkert einir um að geta boðið uppá útikennslu (skoðið sérstaklega myndirnar af göngustígagerð - þar eru verkleg handtök) - það er óþarfi að hanga alltaf inni í menningartengdri ferðaþjónustu við Háskólann á Hólum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband