19.5.2008 | 12:19
vorboðar ljúfir?
Ég stóð um stund á tröppunum heima í fyrrakvöld og horfði yfir Hjaltadalinn værðarlegan í kvöldkyrrðinn, gróðurilmur í lofti, grænkandi tún og Nýibær allur að taka lit. Náttúran ört vaknandi svo ég skundaði léttstíg til stofu, skellti mér í sófann hjá mínum heittelskaða og gerði atlögu að þeirri athygli sem hann beindi að þeim Evu Maríu og Röggu á skjánum. Beitti öllum mínum töfrum, blikkaði hann og renndi höndinni daðurslega gegnum hárið - sem rústaði reyndar algerlega stemmningunni.
Haldiði ekki að einn af fuglum himinins hafi notað tækifærið þar sem ég stóð í upphafinni náttúrudýrkun og skitið í hausinn á mér?
Þessi reynsla gefur mér alveg nýja sýn á kvæði þjóðskáldsins Jónasar; heilsaðu einkum ef að fyrir ber - hvað gekk manninum til með að panta kveðju frá þresti til þessarar stúlku með rauðan skúf í peysu?
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Nú hló ég... og hlæ enn!
Lára Hanna Einarsdóttir, 19.5.2008 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.