Leita í fréttum mbl.is

samfylkingarblús?

Það ætti nú ekki að koma á óvart þó skipist eitthvað veður í lofti miðað við þær væntingar sem eru til míns ágæta flokks í samfélaginu. Þess er greinilega vænst að það skipti máli að Samfylkingin er í ríkisstjórn og að árangurinn láti ekki á sér standa. Góðir hlutir gerast nú samt því miður stundum hægar en vonir standa til en þá reynir á úthaldið. Samfylkingin getur tapað miklu áliti og þar með fylgi, með röngum vinnubrögðum. Vinnubrögðum, sem eru ekki í anda hugsjóna og stefnu flokksins.

Samfylkingin er flokkurinn sem sló nýjan tón með hugtökum á borð við samræðustjórnmál, flokkurinn sem vildi hafna átakastjórnmálum. Eðlilega höfðar það til alls almennilegs fólks að vilja leysa málin í sátt - en það leggur forystu flokksins aðrar skyldur á herðar en stjórnmálamenn á Íslandi hafa almennt undirgengist. Þar er efst á blaði að halda samtalinu við fólkið í landinu gangandi; að hlusta og tala hreint út við kjósendur í stað þess að þingmenn og ráðherrar láti sér nægja að krunka saman í sinn hóp, eða við embættismenn á stjórnarráðsreitnum. Það lofar því góðu hvað ráðherrar og þingmenn eru duglegir við fundahöld, bæði almenna stjórnmálafundi og málefnafundi. Nýjasta útspilið er svo útvarpsþáttur á Útvarp Sögu, svo það er greinilegt að samtalið heldur áfram.

Það þarf að tala hreint út um hvar hafa verið gerðar málamiðlanir og í hverju þær liggja. Það þýðir ekki að þegja en það þýðir heldur ekki að missa sig í pirring þegar á móti blæs. Það er annað um að tala en í að komast, annað að ráða en stjórna; í blárri fjarlægð stjórnarandstöðunnar frá valdastólum blasir það kannski ekki alveg við. Ef fólk er fyrst að fatta þetta núna er ekki seinna vænna og prófraunin er að halda rétt á stjórnvaldinu. Það er í þessu samtali kjörinna fulltrúa og fólksins í landinu sem er von til að halda því til haga að þó Samfylking og Sjálfstæðisflokkur séu saman í ríkisstjórn er þó ekki sami rassinn undir þeim báðum eins og sagt er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það segirðu satt, það er ekki sami rassinn undir þessum tveimur flokkum. En mikið lifandis skelfing væri gott ef að okkar flokkur fengi frið til að koma þessari vinnu sinni á koppinn þannig að almenningur verði búin að átta sig á henni áður en kjörtímabilinu lýkur. Þetta er og hefur verið frábær vinna og nýbreytni sem tekur tíma að melta fyrir marga.

Takk fyrir þitt innlegg.

Edda Agnarsdóttir, 18.5.2008 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband