26.3.2008 | 19:24
eigendur bera ábyrgð
á eigum sínum og að þær séu öðrum ekki til ama og jafnvel tjóns. Það er til skammar að lóðabröskurum skuli líðast að láta gamla bæinn, hjarta höfuðborgar þessa menningarlands grotna niður. Það er ábyrgð að eiga eign í miðbænum og það er ábyrgð að eiga gamalt hús sem er orðið fágætt. Borgarstjórn Reykjavíkur verður að standa í lappirnar sem forystuafl höfuðborgarinnar og verja þann menningararf sem þjóðin á að varðveita fyrir heimsbyggðina með því að kalla eigendur húsa og lóða í miðbænum til ábyrgðar. Skammtímahagsmunir hafa alltof lengi fengið að ráða ferðinni með þeim afleiðingum að miðbærinn er hreinlega ógeðslegur á köflum og það er alger óþarfi eins og sést á þeim fjölmörgu húsum sem hirðusamt og vandað fólk hefur sinnt og haldið við þannig að sómi er að. Það á heiður skilið en ekki aumingjaleg yfirvöld sem leyfa bröskurunum að vaða yfir það og þjóðina alla á skítugum skónum. Hvar er Villi nú í brunaliðsgallanum - já ég segi og skrifa brunalið - í þessu máli er hann allavega ekki í slökkviliðinu!
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.