Leita í fréttum mbl.is

daprar stundir

í miðborg Reykjavíkur eru greinilega mun fleiri en þær, þegar húsin á horni Lækjargötu og Austurstrætis brunnu.  Vilhjálmur þáverandi borgarstjóri kallaði það dapra stund og hafði þetta að segja um viðbrögð og uppbyggingu: „Ég legg áherslu á það að það verði gengið hratt til leiks og þetta verði ekki látið drolla í einhver misseri eða ár. Þetta er hjarta bæjarins og þarna verðum við að ganga vel um.“

Ég er sammála þessu - en hvað dvelur orminn langa? Hversvegna er ástandið eins og Torfusamtökin lýsa í sinni ályktun? Ætlar borgarstjórn Reykjavíkur að sýna menningu okkar og umhverfi virðingu eða ætlar hún að halda áfram að virða meira hagsmuni stundargróðapunganna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er flott ályktun hjá Torfusamtökunum.  Það er langt síðan ég heyrði einmitt um svona aðferðir gróðapunga.  Vinur minn sem á hús á Njálsgötu sagði mér að svona aðferðum hefði verið beitt í kring um hann, til að koma fólki út, m.a. leigja fíklum og ofbeldisfólki.  Þetta er óþolandi alveg hreint.  Og þarf að koma þessum mönnum undir lás og slá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.3.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Vilhjálmur er búinn að koma í sjónvarpið aftur. Hvað eru annars margir mánuðir frá því hann grét brunann á horninu - íklæddur hjálmi? Torfusamtökin og Miðbæjarsamtökin mega hafa sig öll við. Annars hafa sumir fjölmiðlar kannski að undirlagi þessara samtaka staðið sig þokkalega að lýsa ástandinu.

María Kristjánsdóttir, 27.3.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ástandið í Reykjavík er slæmt.  Ég keyrði um þessa ljótu borg Reykjavík í þessari viku og skoðaði meðal annars þessi hús sem er verið að tala um á Hverfisgötu og Bergastaðarstræti þetta er hörmung að sjá og Borgarstjórn verður að taka á þessum málum með festu og skikka eigendur þessara húsa að ganga vel frá þeim.  Besta lausnin er að endurgera þau í upprunalega mynd og það strax.

Þórður Ingi Bjarnason, 28.3.2008 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband