14.3.2008 | 19:07
grönn=flott???
ég var að hlusta á morgunútvarpið í morgun og varð svolítið leið. Það var ungur maður að taka viðtöl við nemendur í Hagaskóla í tilefni af forvarnadegi og mér fannst leitt hvað spurningar hans til nemenda voru leiðandi og endurspegluðu jafnvel ákveðna fordóma. Hann spurði til dæmis eina stelpuna út í það hvort væri ekki alltaf verið að pressa á þær að vera grannar og flottar - þ.e. hann spyrti þetta tvennt saman í spurningunni. Hann spurði í framhaldinu hvort viðkomandi léti undan pressu eða gerirðu bara það sem þú vilt - dö - hver vill segja í útvarpið að hún láti undan pressu? En þessir krakkar eru hugsandi fólk og þó hún hafi sagt að hún gerði náttúrlega það sem hún sjálf vildi bætti hún við í lágum róm "held ég". Og þó allir fengju leiðandi spurningu um hvor unglingar taki nokkuð mark á tali um forvarnir voru svörin mjög mismunandi og flest á þá leið að það færi nú eftir því hvernig það tal væri, en að þau persónulega hugsuðu um þessi mál í víðu samhengi. Og mín reynsla er sú að unglingar vilja ræða um lífstíl, um hvernig er rétt og gott að lifa lífinu - ekkert síður en fullorðið fólk og að þau vita vel að svoleiðis umræður eru forvarnir. Afhverju eru fullorðnir viðmælendur annars ekki spurðir hvort fullorðið fólk taki nokkuð mark á svona forvarnatali?
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Það eru einmitt þessar óbeinu innprentanir og fordómar sem síast svo inn í krakkana og eru þar því miður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2008 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.