Leita í fréttum mbl.is

útlitspressan

á fermingarbörnin er áhyggjuefni - sem betur fer held ég að sé að verða vakning um hættuna af ljósabekkjum en það hryggði mig óskaplega að vera vitni að ráðagerðum kvenna um að setja dætur sínar í átak og aðhald holdafarslega fyrir ferminguna. Er það nema von að konur festist í vítahring vanmáttarkenndar vegna útlitsins ef mömmurnar leggjast á árarnar með fjölmiðlunum, vinunum, tískuhúsunum, "heilsuiðnaðinum" og snyrtivöruframleiðendunum að segja okkur strax á barnsaldri að við séu ekki nógu fallegar? Þarna er ekki síður þörf á forvörnum en t.d. í sambandi við ofneyslu vímuefna, við vitum að fjöldi fólks skaðast varanlega á sál og líkama, jafnvel deyr úr sjúkdómum eins og átröskun. Fyrir nú utan að skert sjálfstraust m.a. vegna útlitsins gerir einstaklinga varnarlausari gegn margskonar misnotkun.

Koma svo foreldrar: Standið með fermingarbörnunum og látið þau finna að þau eru flott eins og þau eru - fín föt, snyrting og hárgreiðsla er hluti af því að halda hátíð og vera í hlutverki, en ekki vegna þess að barnið þurfi extreme makeover í tilefni dagsins!


mbl.is Einn ljósatími eykur hættu á krabbameini um 22%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúleg ummæli mæðra núna einmitt þegar mikið er í umræðunni lystarstol og útlitsdýrkun eins og þú segir.  Tek undir þetta síðasta með þér algjörlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 11:58

2 Smámynd: Sigríður Gunnarsdóttir

Sammála ykkur. Þetta nær ekki nokkurri átt.

Sigríður Gunnarsdóttir, 6.3.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband