Leita í fréttum mbl.is

silfur refirnir

eða álitsgjafarnir hans Egils komu auðvitað með ýmsar athugasemdir um árið almennt, einkum þó í pólitíkinni. Sumt var eiginlega óborganlega fyndið einsog framsóknarkonan sem fantaserar um Össur á nærunum einum saman við skjáinn að næturlagi. Umhyggja mín fyrir heilsu og velferð iðnaðarráðherra er hinsvegar slík að ég vona bara að hann bregði yfir sig slopp svo slái ekki að honum við þessar aðstæður.

Það var annars umhugsunarefni að heyra tvo ráðherra með reynslu tala um það sem sérstakt fyrir þessa ríkisstjórn að þar virðast eiga sér stað skoðanaskipti um stjórnmál. Þetta er svolítið sorglegur vitnisburður um þá pólitísku vegferð sem er að baki undanfarna áratugi. Ef til vill er þetta það sem skiptir hvað mestu máli við að hér varð til ríkisstjórn ólíkra afla,  að fólk neyðist uppúr pólitísku hjólförunum sínum til að finna lausnir á málunum. Rútínan í stjórnmálunum er rofin - sem er hið besta mál.

Vonandi verður hið nýja ár farsælt fyrir stóra og smáa, nær og fjær!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Missti af silfrinu hjá Agli, skoða það síðar!

Gleðilegt ár og takk fyrir bloggvináttu á árinu.

Edda Agnarsdóttir, 31.12.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband