Leita í fréttum mbl.is

mér var nær!

Ég fékk mjög undarlegt símtal áðan. Mér var boðið að troða upp, ásamt eiginmanni mínum sem jólasveinar á jólaskemmtun á Suðurlandi. Helgi hefur að vísu staðið sig vel í þessu hlutverki innan héraðs í Skagafirði, en ég vissi ekki að hróður hans hefði borist víðar. Meðan ég var að melta þessa óvæntu upphefð skaut viðmælandinn því að mér að símtalið væri verkefni í námskeiði í Viðburðastjórnun, sem ég kenni við Háskólann á Hólum... Blush Ég er semsagt ekkert fræg, bara gleymin - var í svipinn búin að steingleyma að ég hafði sett þeim það fyrir sem verkefni ráða mig sem skemmtikraft með símtali. Það er bót í máli að nemendur geta skemmt sér konunglega yfir þessu - vonandi skemmti ég mér eins yfir greinargerðunum þeirra um verkefnið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þú ættir að taka þessu boði um að leika Jólasvein.  Þetta hef ég gert í mörg ár að koma fram sem jólasveinn.  En ég held að ég þurfi ekki að leika mikið. 

Þórður Ingi Bjarnason, 25.10.2007 kl. 18:16

2 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Mér skilst að skeggið sé aðalvandamál jólasveinanna, það sé svona hljóðdeyfir og töluvert trukk þurfi til að það heyrist þegar jólasveinninn útum skeggið hlær.

Guðrún Helgadóttir, 29.10.2007 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband