Leita í fréttum mbl.is

sjúklingum skóflað út á land?!

Ég varð fyrir töluverðum vonbrigðum að lesa blogg þar sem annars gagnrýninn penni tekur hugsunarlaust upp þá fréttaskýringu að það sé hið mesta neyðarbrauð að sjúklingar þurfi að fara af yfirfullum sjúkrahúsum í Reykjavík á heilbrigðisstofnanir úti á landi.

Í fyrsta lagi búum við svo vel í þessu landi að hafa vel búnar, vistlegar og vel mannaðar sjúkrastofnanir víða um land. Við erum ekki enn búin að skjóta okkur endanlega í fótinn með því að hrúga öllum sjúklingum í 101 Reykjavík og reka þar með endanlega umferðarhnútinn í kringum LSH-Hringbraut. Ég hef aldrei skilið skynsemina í áætlunum um hátæknisjúkrahús í stað þess að ráðast í það að byggja hjúkrunarrými sem mætir þörf þeirra sem eru á þessum frægu biðlistum, þ.e. rými til að ná bata eftir aðgerðir, rými til endurhæfingar og rými fyrir þá sem þurfa stöðuga umönnun t.d. vegna aldurs.

Í öðru lagi, ef ég mætti velja hvort ég lægi á Landsspítalanum eftir aðgerð eða á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks sem stendur á fallegasta stað í bænum með útsýn um allan fjörð, persónulega þjónustu og nálægt fjölskyldu minni er ekki spurning hvað ég myndi velja. Það er þó ekki víst að ég gæti valið því þannig er að sjúklingum utan af landi er gjarnan "skóflað" til Reykjavíkur.

Í þriðja lagi þá er orðið val lykilatriði hér, þeir sem gátu afborið að hlusta til enda á fréttina um fyrirhugaða flutninga sjúklinga af LSH út á land tóku nefnilega eftir því að hugmynd um flutning átti eftir að ræða við þá sjúklinga sem til greina kom að flytja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband