8.6.2007 | 14:56
ég hef lengi vitað að Hvammstangi er flottur
eða alveg frá því að ég var 4-5 ára, þá var ég sumar í sveit í Grafarkoti með mömmu og Madda bróður. Það var eitthvað flott við að koma niður verkstæðisbrekkuna, horfa yfir höfnina og þar blasir við þetta reisulega hús Verslun Sigurðar Pálmasonar - og nú er það algerlega gengið í endurnýjun lífdaganna sem Selasetur Íslands (kíkið á www.selasetur.is ). Alger bæjarprýði, en reyndar hafa íbúar verið duglegir að rækta garðinn sinn og halda við húsum.
Fyrir nokkrum árum - vá eru þau orðin tíu?! Var ég svo heppin að tvær stelpur úr textíldeild Myndlista- og handíðaskólans vildu vinna verkefni á Hvammstanga með tilstyrk Nýsköpunarsjóðs námsmanna og fá mig sem umsjónarmann. Ég var rosalega montin af hvað þær voru hrifnar af plássinu en þá hafði ég ekki komið þangað ansi lengi. Síðan hafa atvikin hagað því svo að ég á oftar leið þarna um útaf vinnunni og ég verð alltaf sannfærðari um barnatrú mína á Hvammstanga.
Ég var þar í gær í blankalogni og sól, reyndar er Miðfjörðurinn nú oftar hvítfextur í minningunni en það er alveg jafn flott. Ég naut þess að skoða sýninguna í Selasetrinu og kíkja í Bardúsu - í nafni menningarinnar því ég var að funda vegna menningarráðs norðurlands vestra. Túrkisbláir flókaeyrnalokkar hvísluðu nafnið mitt svo ég leyfði þeim að koma með mér heim, þeir eru svolítill sjór en það er kannski það eina sem er hægt að sakna á Hólum. En móti kemur að hitastigið á sumrin er jafnan hæst í innsveitum ...
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Já Hvammstangi er flottur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.6.2007 kl. 21:33
Aldrei komið - ó nei ég er að ljúga, ég kom þangað fyrir nokkrum árum með áætlunarrútu var að koma frá vinkonu minni sem bjó á Skagaströnd - verð endilega að drífa mig þangað - heyrt svo margt fallegt um staðinn!
Edda Agnarsdóttir, 11.6.2007 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.