Leita í fréttum mbl.is

þegar óskirnar rætast

ég las stefnu Samfylkingarinnar Jafnvægi og framfarir um daginn. Í fluginu suður, fannst ég verða að vera með á nótunum í aðdraganda kosninga. Var bara ánægð - langt síðan ég hef lesið eitthvað um efnahagsmál á mannamáli. Svo stakk ég bæklingnum í töskuna og vonaði bara að kjósendur almennt læsu þessa skynsamlegu stefnu og hrifust af henni. Nema hvað ósk mín rætist heldur betur, eiginmaðurinn greip bæklinginn næst þegar ég tók til í töskunni - las hann í hvelli og var eiginlega ekki til viðtals um annað en jafnvægi og framfarir í efnahagsmálum í fleiri daga! Þetta er semsagt mjög áhrifaríkur bæklingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Eins og talað út úr mínum munni! Sjaldan eða aldrei séð plagg um efnahagslegt jafnvægi sem er bæði sérlega aðgengilegt og skemmtilegt aflestrar.

Edda Agnarsdóttir, 3.5.2007 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband