18.3.2007 | 15:44
svona góður hríðardagur
Ég er nú lúmskt ánægð með þessa hríð, var farin að sakna þess að hafa ekki kafsnjó. Átti ljúfa endurfundi við Nokiastígvélin áðan til að geta öslað snjóinn milli húsa, ef þetta tekur ekki strax upp verður fínasta gönguskíðafæri í Hólaskógi næstu daga. Auðvitað er þetta bölvað vesen, lokað í Tindastól vegna veðurs og varð að fresta Vinnuvöku skagfirskra kvenna og svo getur nú verið að fari mesti glansinn af hríðinni þegar við Helgi förum að huga að því að komast á leikæfingu útí Hofsós á eftir. Ég skil samt alveg konugreyið í Gullna hliðinu sem var orðin hundleið á öllu blíðviðrinu í himnaríki...
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
...nú er horfið norðurland og glæður skíðadraumanna slökknaðar. Það eru fáir staðir ef nokkur sem jafnast á við Hólaskóg þegar kemur að gönguskíðum. Bendi ég á meðfylgjandi mynd til sönnunar: http://gunster.blog.is/album/Holarimaliogmynd/image/150629/
Með öfund, Gunnar P.
Gunnar Páll Pálsson (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.