Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bækur

Yacoubian byggingin

er bók, sem kvað hafa notið mikilla vinsælda víða um heim en ég er ekkert ofboðslega hrifin af henni. Ef til vill hafði ég of miklar væntingar til verksins. Það, sem situr eftir hjá mér eftir lesturinn er þó slungið samspil hnignunar byggingarinnar, borgarinnar, þjóðfélagsins og einstaklingsins. Sagan er að töluverðu leyti sögð frá sjónarhóli eldri manns, sem er og var það sem gjarnan er nefnt kvennamaður. Nú hef ég ekki aðgang að frumtextanum en þegar ég var komin aftur í miðja bók fór ég að velta fyrir mér ákveðnu tilbreytingarleysi í málfarinu. Þegar lýsingin "þrýstin brjóst" kom fyrir í þriðja sinn fór ég að efast um stílsnilldina - getur verið að þessi vinsæli höfundur eigi engar aðrar lýsingar á aðdáunarverðum brjóstum? Og það útfrá sjónarhóli sögumanns, sem er ekki einungis mikill áhugamaður um brjóst almennt heldur býr að beinni reynslu og þekkingu af fjöldamörgum brjóstum.

Álitsgjafarnir Kolbrún og Páll í Kiljunni voru þokkalega ánægð með verkið - að því gefnu að þetta sé sápa eða eldhúsróman eins og sagt var hér áður fyrr. Það kom mér reyndar á óvart að  hvorugt nefndi að íslenska útgáfan er ekki sérlega vönduð. Í henni eru t.d. innsláttarvillur - sem ætti ekki að þekkjast hjá vandaðri útgáfu.


heilræði lásasmiðsins

er áleitin bók. Við fyrsta lestur virkar hún svolítið einsog vinkona á innsoginu að gera upp eftir misheppnað ástarsamband en svo koma allskonar þræðir í ljós. Þeir liggja inní þjóðarsálina og koma við kvikuna sem er samband okkar við hina. Hvort sem það er hitt kynið, annar kynþáttur, önnur þjóð, önnur menning, annar matur eða önnur hlið á okkur sjálfum5252... 

Heilræðið sjálft er hollt - en ég ætla ekki að segja þér það, þú verður að lesa bókina. Ekki bara einu sinni, heldur einu sinni sem oftar.


Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband