Færsluflokkur: Menntun og skóli
28.4.2008 | 10:04
þrír dagar fram að sumaropnun
- hvernig á ég að koma starfsfólkinu mínu inní málin!?? spurði mig maður á aðalfundi ferðamálasamtaka í ónefndum landshluta. Rétta svarið er náttúrlega: Það veit ég ekki! Þrír dagar er ekki nærri nóg. Það er og verður viðvarandi vandamál að manna framlínuna í ferðaþjónustu ef við sættum okkur endalaust við að ferðaþjónusta sé ekki framtíðarstarf og að þjálfunin fari einungis fram í djúpu lauginni. Og ef ekki er hægt að manna framlínuna með fólki sem getur tekið vel á móti gestum erum við einfaldlega í vondum málum.
Ferðaþjónustan þarf að fara að hugsa eins og heilbrigðisgeirinn, fjármálageirinn, verkfræðin: Horfast í augu við það að hún er þekkingariðnaður. Nám og starf í þessari grein er lífsstarf þar sem fólk á val um fjölbreytt störf með mismunandi ábyrgð og síðast en ekki síst: Það getur menntað sig til þessara starfa. Ferðaþjónustan þarf að kynna sig sem starfsvettvang þar sem hægt er að ná starfsframa með aukinni reynslu og ekki síst: menntun. Framtíðarsýn meirihluta ungmenna í dag er háskólanám og ferðaþjónustan þarf að kynna rækilega þá möguleika sem greinin býður bæði í starfsvali, námi með starfi, námi á framhaldsskólastigi og í háskólanámi. Reyndar þarf að byrja að kynna þessa grein miklu fyrr fyrir hugsanlegu starfsfólki.
1. Það þarf að byrja að fræða börn um þetta starfssvið alveg niður í leikskóla; hvernig væri að bæta leiðsöguleiknum við búðarleikinn og bílaleikinn? 2. Það eru námsgreinar í grunnskóla sem hægt er að gera miklu meira aðlaðandi og lærdómsríkari með tengslum við ferðaþjónustu: Lífsleikni, samfélagsfræði, íslenska, erlend tungumál osfrv. osfrv. Ein besta leiðin til að læra er að þurfa að miðla fróðleiknum til annarra: t.d. ferðafólks. 3. Í framhaldsskóla eru margir nemendur þegar komnir með reynslu af störfum við ferðaþjónustu, þar eru tengslin t.d. við málabraut augljós, en ekki síður rekstrargreinar og að sjálfsögðu matreiðslu og framreiðslu - greinar sem væri hægt að gæða miklu lífi með því að tengja við starfsreynslu nemenda. 4. Það verður að gera ungu fólki grein fyrir því að ferðaþjónusta er ekki bara aukastarf í fríum eða með skóla. Á þessu sviði er hugsanlegt framtíðarstarf og það stendur til boða nám í ýmsum starfsgreinum og ferðamálafræðum á háskólastigi, nám sem hentar þeim sem starfa við stjórnun, stefnumótun og eigin rekstur. Það er meira að segja í boði fjarnám sem hentar með vinnu.
28.3.2008 | 12:20
ótrúlega gaman að kenna
25.2.2008 | 11:10
byggingagreinarnar
eru í góðum farvegi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, mikill metnaður bæði hjá kennurum og nemendum. Nú er komið á mjög spennandi samstarfsverkefni milli smíðadeildarinnar, Byggðasafns Skagfirðinga og Háskólans á Hólum; Fornverkaskólinn. Um daginn voru nemendur að vinna mjög þarft verk sem er að mæla upp og teikna gamalt hús á Sauðárkróki sem áður var heimili og smiðja sjá þessa frétt http://www.fnv.is/index.php?pid=69&cid=444
19.2.2008 | 10:26
frábært!
Blés lífi í farþega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2008 | 16:18
flott verknám
Fjölbrautaskólinn á Sauðárkrók er að gera góða hluti í verknámi, bæði í tré og málmgreinum, gaman að fylgjast með hvað þessir krakkar eru að fást við metnaðarfull verkefni http://www.skagafjordur.com/index.php?pid=511&cid=9327
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Af mbl.is
Íþróttir
- Landsliðstreyjurnar til sölu í Zagreb
- Nenntu ekki að spila á móti okkur
- Verður dýrasta knattspyrnukona heims
- Amorim braut sjónvarpsskjá
- Markvörður grípur Dota-boltann
- Egyptar með heimsklassa lið
- Gat ekki staðið mig verr
- Brosmildir fyrir annan stórleik (myndir)
- Rekinn frá þýska stórliðinu
- Einn sá eftirsóttasti framlengdi