Leita í fréttum mbl.is

frábært!

Öryggi ferðafólks er lykilatriði í gæðum ferðaþjónustu, hvort sem um er að ræða almenningssamgöngur eða ævintýraferðir á jökla og tinda. Þessi frétt sannfærir mig enn frekar um að við eigum að hafa skyndihjálp sem fastan lið í náminu hér við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum eins og verið hefur. Einhverjir setja kannski spurningarmerki við að það sé ekki nógu "akademískt" fyrir háskólanám en ég blæs á það; okkar nemendur eiga að þekkja og skilja öryggismál ferðaþjónustunnar allt frá hugmyndafræðinni og áætlanagerðinni til þess að vita hvað á að gera á vettvangi til að gera aðstæður sem öruggastar og geta brugðist rétt við, hvort sem það er í matsal, í bílferð, hestaferð eða hvar sem er. Það eiga allir starfsmenn í ferðaþjónustunni að hafa þessa þekkingu og færni, ekki bara fólkið í framlínunni heldur líka þeir sem stjórna fyrirtækjunum því þeir þurfa líka að hafa skilning á mikilvægi málsins. Meiri skyndihjálp segir konan sem fær líkamleg einkenni við að það eitt að hugsa um áverka annarra - en mér fer fram, það leið ekki yfir mig á síðasta skyndihjálparnámskeiði, sem minnir mig á; það eru örugglega meira en tvö ár síðan síðast...
mbl.is Blés lífi í farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Skyndihjálp er nauðsýnleg í ferðaþjónustu.  Ég hef farið á nokkur námskeið bæði í þegar ég var í Björgunarsveitinni og líka var skyndihjálp tekinn annað hvert ár hjá Hópbílum þegar ég var þar.  Þetta er hlutur sem allir ættu að kunna því það er aldrei að vita hvenær þarf á þessari þekkingu að halda. 

Þórður Ingi Bjarnason, 21.2.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband