Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

við, fólkið?

Ég geri athugasemd við það að grímuklæddir, nafnlausir einstaklingar kalli sig fulltrúa fólksins. Fólkið í lýðræðisríki þorir að taka ábyrgð á orðum sínum og gerðum, það þorir að horfa framan í hvert annað og tjá sínar skoðanir, það þorir að blogga undir nafni og það felur ekki andlit sitt í mótmælum. Það þarf þess ekki. Það er hinsvegar fólk í heiminum, líklega enn fleira fólk, sem raunverulega setur líf og limi að veði við að tjá skoðanir sínar. Það fólk býr ekki við óvinsæla ríksstjórn, það býr við harðstjórn. Við dekurrófurnar eigum ekkert með að líkja okkur við þá sem raunverulega búa við skoðanakúgun, örbirgð og harðstjórn. Með því erum við bara enn einu sinni að sýna fáfræði okkar og hroka gagnvart umheiminum.


mbl.is Mótmæli við Ráðherrabústaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

góðar fréttir

þessi áform um að draga saman seglin í svæðisútvarpinu voru vond tíðindi. Það vill gleymast að aðstæður í fjölmiðlaflórunni eru ekki sambærilegar um allt land. Í gær var ég beðin um að taka þátt í könnun á lestri dagblaða þar sem ekki virtist gert ráð fyrir því að einhverjir í úrtakinu byggju á landsbyggðinni. Hér hafa fríblöðin aldrei verið borin í hús og Fréttablaðið gerði þau reginmistök að vilja setja upp blaðastanda utandyra í stað þess að láta blaðið liggja frammi í verslunum á svæðinu. Hver stoppar við blaðastand á berangri á Íslandi? Eins er með auglýsingar á RÚV - ég er bara með áskrift að RÚV því flestar aðrar stöðvar hafa ekki náðst heima hjá mér. Mér er sama þó ég sjái og heyri engar auglýsingar, en ég er ekki viss um að öll fyrirtæki með markhóp á mínu svæði séu sama sinnis.
mbl.is Svæðissendingar halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð, er þinn tími ekki liðinn?

Tími bláu handarinnar, tími mikilmennskubrjálæðisins, útrásarinnar - sem, vertu nú maður til að viðurkenna það; var hönnuð eftir þeirri forskrift sem þínar ríkisstjórnir gáfu með sínum lagasetningum. Enga eftirávisku takk. En takk samt fyrir að viðurkenna það hálfpartinn að þú ert ekki nema með hálfum huga seðlabankastjóri, þú ert fyrst og fremst pólitíkus, afdankaður eða ekki. Nú er bara að sjá hvort Geir sér loksins að þú ert rangur maður á röngum stað


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

yeah, right...

eða þannig, óóótrúleg „tilviljun“. Í alvöru talað, við erum ekki lögregluríki heldur lýðræðisríki. Almenningur er reiður, reiðin er réttlát og það eru mannréttindi að finna henni farveg í friðsamlegum mótmælum - það er lýðræði. 
mbl.is Var ekki látinn vita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

múlbundnir, latir

eða illa hæfir eins og Þorbjörn Broddason ýjaði að í viðtali við sjónvarpið (RUV) í fréttum í gær? Allavega er úrvinnsla fjölmiðla á varnarræðu stjórnmálamannsins Davíðs Oddssonar ekki uppá marga fiska. Flestir láta sér nægja að birta orðrétt kafla úr ræðunni - en virðast ekki farnir að lesa ræðurnar og fundargögnin sem hann vitnar í til þess að skoða í hvaða samhengi þessir bútar sem hann tínir saman, stóðu upphaflega. Það virðist bara hafa náðst í Össur til að spyrja út í meint heyrnarleysi annarra ráðamanna en Davíðs sjálfs.

Hvar eru nú rannsóknarblaðamennirnir sem væru farnir að leita að ræðunni þar sem Davíð tilkynnti þá stefnu að Ísland yrði miðstöð fjármála og viðskipta á heimsmælikvarða, sem væru farnir að rýna í umræður á Alþingi um þau frumvörp sem urðu að núgildandi lögum t.d. um Fjármálaeftirlitið og ákvörðunina um að leggja Þjóðhagsstofnun niður?

Fjölmiðlafólk með tilfinningu fyrir sögunni og stóra samhenginu er allt of fátt; enda geltir varðhundur almennings jafnt að bréfberanum sem ræningjanum, béff béff og dillar svo skottinu tiltölulega ánægður með síðustu klippingu og þvott...


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þetta skiptir miklu máli

- að mínu mati meira máli en hvort tæplega fimmtugur þýskur tölvunarfræðingur fær meira eða minna af því sem hann hafði fjárfest í íslenskum banka erlendis. Skuldbindingar um þróunaraðstoð og halda áfram að hjálpa þeim sem búa við raunverulega neyð eru ófrávíkjanlegar. Það að vera hjálpsöm þjóð, vinur í raun er orðspor sem flestir íslendingar taka sem betur fer alvarlega og þessvegna er þetta svo mikilvæg frétt.
mbl.is Fermingarbörn söfnuðu 7,5 milljónum króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það þarf meira að koma til

en kosningar. Það þarf almenna hugarfarsbreytingu í íslenskum stjórnmálum. Virknin sem felst í því að mæta á fundi, blogga og mótmæla öll hver með sínu nefi þarf að verða varanleg, verða að raunverulegum umbótum þannig að hægt verði að tala um virkt lýðræði á Íslandi. Já, ég er að tala um samræðupólitíkina sem var hlegið að Samfylkingunni fyrir að setja á dagskrá á sínum tíma - en það er einmitt pólitíkin sem við söknum núna. Samfylkingin má aldrei láta undan kröfunni um þöggun, um þögn og leynd, stjórnmál eiga að vera opin og lýðræðisleg. Vonandi verður krafan sem er svo sterk um samtal um stjórnmál til þess að íslenskur almenningur sætti sig ekki framar við að láta tala til sín. En þá þarf hver einasti hugsandi manneskja á Íslandi líka að axla þá ábyrgð að fylgjast með, láta til sín taka innan þeirra flokka sem við höfum kosið til að fylgja því eftir hvernig er farið með umboðið sem þeim var fengið með atkvæði okkar. 
mbl.is Vilja kosningar í upphafi nýs árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

þó fyrr hefði verið!

Framganga forsætisráðherra í fjölmiðlum hefur nú ekki verið beysin og margir hafa orðið til að biðja um slíkan fulltrúa - ekki veitti af.


mbl.is Ráðinn fjölmiðlafulltrúi forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

góðar fréttir - ekki veitir af!

verðskulduð verðlaun fyrir athyglisverða og vandaða hönnun. Dæmi um hve verðmætt hugvitið og sköpunarkrafturinn er.
mbl.is Steinunn tekur við Söderbergsverðlaununum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

aðkallandi uppgjör

og gott að menn taka ákvörðun um að segja sig frá máli, þyki þeim líklegt að þeir muni ekki virðast trúverðugir í starfi. Burtséð frá persónu Boga Nilssonar þá er þetta eflaust rétt mat hjá honum að það sé mjög aðkallandi að fá sérfræðinga í þetta mat - það sem fyrst áður en allir íslenskir og æ fleiri erlendir sérfræðingar verða orðnir vanhæfir vegna fyrri yfirlýsinga.


mbl.is Bogi Nilsson hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband