Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
10.1.2010 | 19:12
þú ert ekki Jón Sigurðsson,
Bjarni Benediktsson. Það er til háborinnar skammar að þú skulir leyfa þér að klína þínum smjörklípum á minningu Jóns forseta. Þú komst rækilega upp um hinn eiginlega tilgang málþófs þíns um ICESAVE málið með því að lýsa því yfir að það væri eina málið sem ætti að vera á dagskrá - þú vilt ekki ræða um uppgjörið, þú vilt ekki ræða um ábyrgðina og þú vilt ekki ræða hvað er að gerast í fyrirtækjunum - allra síst fjármálageiranum. Þú og þínir stuðningsmenn Óskar Nafnleyndar og NN viljið umfram allt ekki að fjölmiðlar og fólkið geri það sem er grundvallarregla í rannsókn spillingar og auðgunarbrota: Follow the money!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.1.2010 | 17:25
nei Össur verður að taka til eftir partíið
sem Skaupið sýndi okkur um áramótin.
Össur fer ekki með Ólafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2010 | 19:09
Ábyrgð, orsök og afleiðing
Það var ekki uppbyggilegt að hlusta á alþingismenn gera grein fyrir atkvæðum sínum um ICESAVE. Landsölumennirnir sem áratugum saman rúlluðu út rauða dreglinum fyrir fjölþjóðlega auðhringa og gáfu þeim - og sjálfum sér, íslenskar auðlindir storka nú skynsemi almennings með því að kalla afleiðingu gerða sinna orsök vandans!
Nú gala þeir hæst um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sem aldrei gáfu því gaum meðan þeir voru við völd. Endar er það svo þegar að er gáð að í munni Sjálfstæðismanna, Framsóknar og því miður sumra Vinstri grænna er enginn greinarmunur gerður á efnahag þjóðarinnar og hagsmunum svokallaðra eigenda fjármagns og kvóta til lands og sjávar.
Nú gráta þeir sem áratugum saman sátu að kjötkötlunum krókódílatárum yfir þeim byrðum sem eigi að velta á ókomnar kynslóðir, kynslóðirnar sem þeir hafa alltaf verið tilbúnir að aðræna með ágangi á náttúru Íslands. Kynslóðirnar sem þeir tóku þjóðareignir af og færðu sér og sínum á silfurfati í nafni einkavæðingar.
Nú leggjast þeir svo lágt að höfða til lægstu hvata - þeir reyna að fá almenning niður á sama plan og þeir eru sjálfir á: Plan afneitunar, plan svikara og fjárglæframanna sem standa ekki við þær tryggingar sem þeir hafa sett, plan þeirra sem þykir sjálfsagt að græða á öðrum og óþarft að axla ábyrgð.
Látum ekki ljúga að okkur lengur, spyrjum að leikslokum og dæmum þá af verkum sínum.
Nú gala þeir hæst um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sem aldrei gáfu því gaum meðan þeir voru við völd. Endar er það svo þegar að er gáð að í munni Sjálfstæðismanna, Framsóknar og því miður sumra Vinstri grænna er enginn greinarmunur gerður á efnahag þjóðarinnar og hagsmunum svokallaðra eigenda fjármagns og kvóta til lands og sjávar.
Nú gráta þeir sem áratugum saman sátu að kjötkötlunum krókódílatárum yfir þeim byrðum sem eigi að velta á ókomnar kynslóðir, kynslóðirnar sem þeir hafa alltaf verið tilbúnir að aðræna með ágangi á náttúru Íslands. Kynslóðirnar sem þeir tóku þjóðareignir af og færðu sér og sínum á silfurfati í nafni einkavæðingar.
Nú leggjast þeir svo lágt að höfða til lægstu hvata - þeir reyna að fá almenning niður á sama plan og þeir eru sjálfir á: Plan afneitunar, plan svikara og fjárglæframanna sem standa ekki við þær tryggingar sem þeir hafa sett, plan þeirra sem þykir sjálfsagt að græða á öðrum og óþarft að axla ábyrgð.
Látum ekki ljúga að okkur lengur, spyrjum að leikslokum og dæmum þá af verkum sínum.
Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007