Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
27.6.2008 | 14:50
Faraldsfótur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2008 | 18:05
jónsmessuhelgin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2008 | 15:13
19. júní
er hátíðisdagur og í tilefni hans var ég að lesa umræður á feministapóstlistanum um fjallkonuna og mundi þá eftir að einu sinni var ég sko fjallkona og flutti þennan pistil sem á alveg eins við í dag:
Ávarp fjallkonunnar á Hofsósi 17. júní 2003:
Góðir áheyrendur gleðilega þjóðhátíð ! Þessi búningur, faldbúningurinn sem austanvatnamaðurinn Sigurður Guðmundsson málari hannaði seint á 19. öld, er orðinn órjúfanlega hluti af hátíðahöldunum á afmæli íslenska lýðveldisins. Um land allt stígur fjallkonan á stokk og flytur ættjarðarljóð eða ávarp. En ef til vill á þessi hefð sérstaklega heima hér í Skagafirði, á heimaslóðum Sigurðar og þar sem konur tóku höndum saman við hann um að gera þennan búning að því sem hann er í dag, tákni fyrir hið sjálfstæða Ísland. Sigurður Guðmundsson leit sjálfur svo á að þessi hönnun væri hans framlag til sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Tilgangur hans var að tefla fram hátíðabúningi fyrir konur sem væri íslenskur og undirstrikaði ást þeirra og virðingu fyrir landi og þjóð. Hann var semsé að vinna með ímynd Íslands, sérstöðu þess og menningu, en þeirri vinnu er hvergi nærri lokið þó hún taki sífellt á sig nýjar myndir. En á tímum Sigurðar voru einnig sterkir straumar að berast okkur utan úr álfu um lýðræði, mannréttindi og einstaklingsfrelsi. Faldbúningurinn tengir saman tvo þræði í þessari réttindabaráttu, rétt íslendinga til að ráða sér sjálfir sem þjóð og rétt kvenna til að vera fullgildir þegnar í lýðræðislegu þjóðfélagi. Á þessum tíma bar hátt hugsjónir um frelsi, jafnrétti og bræðralag sem við erum farin að taka sem sjálfsagðan hlut í dag. Þá voru þetta byltingarkenndar hugmyndir, því frá örófi alda hafði hver einstaklingur sína meðfæddu stöðu. Veraldleg og andleg yfirvöld höfðu allan rétt til að ákveða hvaða athafnir og skoðanir mætti viðhafa, einnig að sakfella dæma og refsa fólki jafnvel með lífláti fyrir að hafa aðra sýn á heiminn. Það var því byltingarkennt að álíta að það hefðu allir einstaklingar grundvallarréttindi, það sem við köllum í dag mannréttindi. Réttinn til að ráða sínu lífi, lifa því frjáls svo lengi sem ekki væri gengið á frelsi náungans. En þrátt fyrir að við höfum búið við stjórnskipan og lög sem gera ráð fyrir þessu frelsi, jafnrétti og bræðralagi, lengur en elstu menn muna jafnvel, er ekki þar með sagt að þessar hugsjónir beri alltaf hátt í dægurumræðu eða daglegu lífi. Við erum enn að draga fólk í dilka, meta og flokka og oftar en ekki er niðurstaðan sú að heima sé best og hinir, þ.e. þeir sem eru ekki eins og við, séu eitthvað verri. Við gleymum því gjarnan að þeir hafa sömu mannréttindi og við, það er að vera það sem þeir sjálfir vilja vera, vera kallaðir því sem þeir sjálfir vilja kalla sig, búa þar sem þeir sjálfir vilja búa og trúa því sem þeir sjálfir vilja trúa; það gildir um Hofsósinga, hindúa og homma jafnt. Okkur finnst kannski að það hafi verið alveg aftur í öldum og eigi sér enga hliðstæðu í samtímanum að dönsk yfirvöld hafi einu sinni látið sér detta í hug að leysa Íslandsvandann þ.e. hallæri og hörmungar á Íslandi, með því að flytja alla íslendinga til Jótlands. En um allan heim er fólk að flytjast nauðugt viljugt heiman frá sér vegna ákvarðana annarra. Það er ekki eins sjálfsagt og ætla mætti að fólk fái að ákveða sjálft hvað það er og hvar og hvernig það vill lifa. Hvað það vill kalla sig og hvernig aðrir skilja það. Þetta á jafnt við á Raufarhöfn og í Ramallah, það er stigsmunur á því hvort hótunin um brottrekstur er einungis í orðum og efnahagslegum aðstæðum eða hreinlega með vopnavaldi. Það er því full ástæða til enn í dag að við vinnum að rétti allra til að njóta mannréttinda sinna, að þú fáir að vera þar sé þú vilt vera, þar sem þér finnst þú eiga heima, mér og mínum að meinalausu. En hvað er það þá að eiga einhversstaðar heima ? Lauris Edmond er nýsjálensk skáldkona sem orðaði þetta svona: Heima, það er þar sem líf þittheldur þér í greip sinniog þegar því hentar setur það þig hljóðlega niður.Það er semsagt líf þitt með þeim ákvörðunum, duttlungum, tilfinningum og tíma sem tengja þig við einhvern stað þeim böndum að þú kallar það heima. Það eru gjarnan bernskustöðvarnar sem við köllum heima, ef til vill vegna þess að í bernsku var skynjun okkar svo skýr, heimurinn nýr og athyglin vakandi. Þannig skynjuðum við umhverfi okkar betur og tengdumst því nánar en við gerum sem fullorðið fólk. Sem börn vissum við ekki hvað okkur ætti að þykja merkilegt eða fallegt, allt gat orðið okkur mikilvægt og minnisstætt; sprungin gangstéttarhella, frostrós á glugga, sólarlagið við eyjarnar.
Við vorum nýkomin, eins og gestir og kannski er það hollt fyrir samband lands og þjóðar að við reynum að líta í kringum okkur glöggum gests augum, sjá það sem er, ekki það sem höldum eða viljum að sé hér. En þó er enn mikilvægara að við gleymum því aldrei að við eigum ekki landið við höfum það bara að láni frá komandi kynslóðum og við verðum að ganga um það eins og góðir gestir sem engu spilla, bara bæta. Til þess þurfum við að rækta tilfinningu okkar fyrir landinu og okkur sjálfum, skynja það og skilja að við erum í umhverfinu eins og í eigin líkama, við erum órjúfanlega hluti náttúrunnar. Það vildi Sigurður Guðmundsson sýna með táknmáli faldbúningsins þar sem faldurinn sjálfur táknar jöklanna tinda, útsaumurinn foldar skart. Við erum umhverfi okkar og heima er staðurinn þar sem við erum, þar sem við viljum vera, sem erum tilbúin að leggja eitthvað á okkur fyrir og vera stolt af. Það er ekki afþví að heima hjá okkur sé merkilegra, fallegra eða skemmtilegra en hjá öðrum, heldur einfaldlega afþví að við völdum að vera hér og gera það gott. Til dæmis með því að halda hátíð eins og hér stendur til um næstu helgi, með því að drífa sig út að ganga til að efla líkama og sál, keyra krakkana á æfingu eða hvað það nú er í daglegu lífi sem við þurfum að gera til að láta brot af lífsdraumnum rætast. Þessvegna valdi ég hversdagslegt ættjarðarljóð í tilefni dagsins, það heitir Land og er eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur og ég vona að það tali til okkar allra hvar sem við eigum heima; á Íslandi, í Skagafirði, Út að austan, í Hjaltadal eða hvar sem hjartað býr í helli sínum: Ég segi þér ekkert um landiðég syng engin ættjarðarljóðum hellana, fossana, hverinaærnar og kýrnar um baráttu fólksinsog barning í válegum veðrum nei. En stattu við hlið mérí myrkrinu. Andaðu djúptog finndu það streyma segðu svo:Hér á ég heima. Guðrún Helgadóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2008 | 16:49
sumardagur á Hólum
bjartur og fagur, krakkar að busla í sundlauginni svo hlátrasköllin berast inn um skrifstofugluggann minn. Óli minn er einn við slátt í dag, slær og slær bæjarhólinn hér á Hólum, það er mikið verk að halda opnum svæðum hér snyrtilegum svo hæfi staðnum. Það rifjaðist upp vísa við að sjá aðfarirnar,
Brautarholtstúnið það grænkar og grær/svo grösin þar leggjast á svig./Ólafur slær, Ólafur slær/ Ólafur slær um sig.
Það má víst heimfæra þetta á tún í fleiri sveitum en Kjalarnesinu - en hér er náttúrlega ekki meiningin að grösin leggist á svig heldur verður bæjarhóllinn, kirkjugarðurinn, biskupagarðurinn, lautin og tjaldstæðin að vera eins og flos allt sumarið. Það er drjúgt verk en dásamlegt þegar vel tekst til enda fékk Hólaskóli verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi í fyrra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2008 | 11:33
hvar ertu búinn að vera
Ísbjörn við Þverárfjall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007