Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

að sjálfsögðu ekki

það væri sögufölsun að ætla Samfylkingunni að bera ábyrgð á 16 ára efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hinsvegar stendur Samfylkingin nú vaktina í ríkisstjórn og getur hvorki né vill annað en axla ábyrgð á þeim aðgerðum sem nú verður að grípa til - vegna efnahagsstefnu sem hún hefur lengi gagnrýnt. Það veit hvert mannsbarn að það ber mikið í milli skoðana forystu þessara flokka á hvað er skynsamleg efnahagsstjórn; það ber bráðar að en menn grunaði að þeir verði að útkljá þann ágreining, það er einsýnt hvert stefna Sjálfstæðisflokksins leiddi svo nú er rétt að leita annarra lausna en einkavinavæðingar undanfarinna ára.
mbl.is Ekki benda á mig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

já kannski en

það breytir því ekki að íslenskir ráðamenn töluðu líka óvarlega á viðkvæmum augnablikum.

Hinsvegar fannst mér Ólafur Ragnar standa sig vel sem forseti í þessu viðtali en að sama skapi sannaði Helgi Seljan enn og aftur hvað hann er hrikalega lélegur fréttamaður. Hann er aldrei undirbúinn með neitt til að fylgja eftir spurningum sínum en í staðinn þráspyr hann bara eins og hann hafi ekki heyrt svarið. Maðurinn er bara ekki að ná aðalatriðinu - að við þurfum ekki og eigum ekki að tala okkur niður, það eru nógir aðrir um það. 


mbl.is Ólafur Ragnar: Ótrúleg ósanngirni breskra stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

dálítið gott á okkur

og það er vísbending um að Eyjólfur sé að hressast að við getum hlegið svolítið að þessu öllu saman. Persónulega finnst mér fjölmiðlar hérlendis sem erlendis vera ansi uppteknir af að tala okkur niður með útmálun heimsendis. Það hefur kannski átt að vera brandari að vera með súpueldhús á grænmetisveitingastað í Reykjavík - en come on eins og sagt er á góðri íslensku - það er óþarfi að láta eins og hungur og neyð vofi yfir íslensku þjóðinni í  heild. Með því að jafna óþægindum við neyð er verið að gera lítið úr vanda þeirra sem raunverulega eiga í erfiðleikum.
mbl.is Ljótur hálfviti er tákngerfingur kreppunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

brennuvargar?

Davíð Oddsson kallar gulldrengina nú brennuvarga og sjálfan sig slökkviliðsstjóra. En hver var það aftur sem gaf út brennuleyfið? Og rétti þeim eldspýturnar? Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar undir forystu Davíðs Oddssonar, gleymum því ekki. Á vakt þeirrar ríkisstjórnar var engin efnahagsstefna bara óskhyggja; ekkert eftirlit, bara sukk.

að fyrtast

er með eindæmum ósnjallt viðbragð í stöðunni. Hér hefur undanfarin áratug varla verið nein efnahagsstjórn heldur stjórnlausir frjálshyggjuórar og bremsulausir bankar og svo fyrtast menn við að seðlabankar og ríkisstjónir annarra landa skuli ekki koma vaðandi útí brimið til bjargar? Er íslensk efnahagsstjórn með yfirlýsingaglaðan aftursætisbílstjóra í dagvistun aldraðra stjórnmálamanna í hlutverki seðlabankastjóra trúverðug? Mann sem varð uppvís að skreytni í dag - það var svona aðeins ofmælt að rússarnir væru alveg að koma...


mbl.is Baksvið: Hvaða „vinir" brugðust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

aftursætisbílstjórann

langar kannski að vera áfram undir stýri? Var hann annars ekki þar hérna um kvöldið, með Geir og Árna sem almenna farþega? Nú er kominn tími til að hætta þessu rugli að hafa Seðlabanka sem elliheimili fyrir amatöra, sem eiga að vera hættir í pólitík.
mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband