Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Góðir dagar í Dölunum!

Ég er nýkomin úr hestaferð um Dalina - takk Dalamenn fyrir frábærar móttökur og að sýna okkur allar þessar fínu reiðleiðir; leirur, vellir, bakkar, heiðar og auðvitað alltaf sól! Það var yndislegt að á í Ljárskógaseli og rifja upp kvæði Jóhannesar úr Kötlum, jafnvel þó minnið brysti óþarflega... Að ríða niður með Fáskrúð sem er reyndar hin skrautlegasta og ekki er þá Skrauma síðri í litadýrðinni. Leirurnar í botni Hvammsfjarðar eru frábærar enda fór þar hver klár á þeim kostum sem hann (eða knapinn) kunni.

Tröllaskaginn kortlagður fyrir gönguhrólfa

gleðifréttir fyrir þá sem elska góðar gönguferðir um fjöll og firnindi: http://www.holar.is/fr435.htmgongukort

finna tjaldsvæði

þá má leita á www.ferdalag.is (ath. að vefurinn er hryllilega asnalega upp settur þannig að það þarf að skrolla niður til að finna upplýsingarnar) - tjaldsvæði á Vesturlandi eru á http://www.visiticeland.com/infosearch.asp?cat_id=76&area=VeLa&type=4&subtype=4.5.0&keyword=Eftir%20orði

Góða ferð og gangi ykkur vel að finna tjaldsvæði!


mbl.is Tjaldstæðið í Húsafelli yfirfullt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er bakvið fjöllin háu í Langadal?

Það grunar fáa sem renna þjóðveg eitt um Langadalinn í Austur-Húnavatnssýslu, hvað það er fjölbreytt og fallegt landslag bakvið fjöllin háu austan megin dalsins. Það er þó orðið auðveldara að gera sér það í hugarlund og jafnvel njóta þess aðeins með því að leyfa sér að stoppa við eitt af skiltunum sem hafa verið sett upp á stöku stað við veginn. Á þeim eru kort af svæðinu milli Langadals og Skagafjarðar, dölum sem nú eru í eyði: Laxárdal, Víðidal, Hryggjadal, Ytri og Fremri-Rangala og hvað þeir nú allir heita. Laxárdalurinn endar á móts við Húnaver og útí Refasveit utan við Blönduós. Landslagið er æði fjölbreytt einkum vestan til á svæðinu þar sem er gömul megineldstöð með tilheyrandi litaspili í berginu. Vel geymt leyndarmál í alfaraleið - mæli með því að útvega sér göngukort og eyða að minnsta kosti degi í að skoða svæðið!


Dalirnir heilla

það er að rétt að Dalirnir eiga enn mörg tækifæri inni til uppbyggingar ferðaþjónustu. Nemendur mínir á Ferðamálabraut Hólaskóla gerðu eitt sinn lokaverkefni um Dalina og komust einmitt að sömu niðurstöðu. Fyrir þá sem langar þangað mæli ég með að taka t.d. Sumarið bak við brekkuna eftir Jón Kalmann Stefánsson með sem léttu sumarlesninguna. Ég mæli alveg með ferðalagi þangað og fínt að kíkja á sögukortið til að rifja upp Laxdælu.

Sjálf hef ég oft ferðast um þetta svæði og ætla einmitt í hestaferð þangað seinna í mánuðinum. Við fjölskyldan höfum átt virkilega góða daga í Dölunum; fínar móttökur á Eiríksstöðum þar sem sonurinn fékk á sínum tíma að prófa hringabrynju, sveifla sverði og baka sér flatbrauð, góð gisting á Stóra-Vatnshorni í Haukadal, sundlaugin á Laugum í Sælingsdal er alger perla sem og kirkjan í Hjarðarholti, fari maður Fellsströnd og Skarðsströnd er eins víst að sjá örn! Fínt kaffihús og verslun í Saurbænum og búðin í Búðardal hefur uppá margt að bjóða - en það mættu mín vegna alveg vera fleiri möguleikar á að eyða peningum á ferð um Dalina.

 


mbl.is „Höfum setið eftir í uppbyggingu ferðaþjónustu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

heima á Hólum í fríi

ég er farin í frí en alveg staðráðin í að fara ekki lengra en út á pall að sleikja sólina, útá snúrur með gallabuxur að nota þurrkinn, kannski niður í sundlaug ef mér verður of heitt, eða fá mér ís. Hmm latte væri alveg drykkurinn í kaffitíma dagsins, ég tölti niður í bændó en í stað þess að fara í vinnuna fer ég á kaffihúsið, dæs... Það hefur sína kosti að búa á ferðamannastað! Ég gæti farið á tónleika með Skálholtskvartettnum í kvöld klukkan átta, ef ég er búin að hreyfa hrossin mín (þarf meira að segja ekki að standa upp frá tölvunni til að tékka á dagskránni http://www.holar.is/~tourist/atburdir.htm). Og svo er nýja gönguleiðakortið komið út, http://www.holar.is/fr435.htm ef mann fýsir að fara á fjöll. Ótrúlega notalegt að vera heima í fríinu!

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband