Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
31.12.2007 | 19:09
silfur refirnir
eða álitsgjafarnir hans Egils komu auðvitað með ýmsar athugasemdir um árið almennt, einkum þó í pólitíkinni. Sumt var eiginlega óborganlega fyndið einsog framsóknarkonan sem fantaserar um Össur á nærunum einum saman við skjáinn að næturlagi. Umhyggja mín fyrir heilsu og velferð iðnaðarráðherra er hinsvegar slík að ég vona bara að hann bregði yfir sig slopp svo slái ekki að honum við þessar aðstæður.
Það var annars umhugsunarefni að heyra tvo ráðherra með reynslu tala um það sem sérstakt fyrir þessa ríkisstjórn að þar virðast eiga sér stað skoðanaskipti um stjórnmál. Þetta er svolítið sorglegur vitnisburður um þá pólitísku vegferð sem er að baki undanfarna áratugi. Ef til vill er þetta það sem skiptir hvað mestu máli við að hér varð til ríkisstjórn ólíkra afla, að fólk neyðist uppúr pólitísku hjólförunum sínum til að finna lausnir á málunum. Rútínan í stjórnmálunum er rofin - sem er hið besta mál.
Vonandi verður hið nýja ár farsælt fyrir stóra og smáa, nær og fjær!
21.12.2007 | 17:33
ekkert jólastress
þetta árið og þó er ég "ekki búin að öllu" eins og stendur skýrum stöfum á barmmerkinu sem hún María Gréta samstarfskona mín gaf mér í fyrra! Krakkarnir eru búin að baka piparkökur og við Helgi erum búin að setja hallærislegu jólaseríuna uppí tré útí garði - hún þykir svona í minna lagi miðað við tíðarandann en þegar ég sit inní stofu og horfi útí garð þá sé ég hvort eð er bara þann hluta af trénu sem serían er í... Svo er náttúrlega ekkert vit að vera með stóra útiseríu í þessum belgingi sem er búinn að vera allan desember.
Óli fór með mér í það mál fyrstu helgina í aðventu og svo þegar Jóhanna kom heim þá var farið á fullt í að hengja upp hið aðskiljanlegasta skraut sem á meira og minna fastan sess á heimilinu. Það er reyndar að sneiðast um pláss fyrir okkur heimilisfólkið því jólaskraut er eitt af því sem virðist alltaf að bætast við frá ári til árs. Svo var farið í laufabrauðsskurð með samstarfsfólki og grönnum niðri í skóla í vikunni, og í kvöld eru hinir ómissandi jólatónleikar kammerkórs Skagafjarðar í Hóladómkirkju. Jólastemmning fer því stigvaxandi, bloggáhugi að sama skapi minnkandi svo ég óska ykkur hér með gleðilegra jóla og góðra áramóta!
20.12.2007 | 17:56
rjúpan á sér fleiri óvini
en haukinn og manninn. Vísindamenn hafa nú fundið út að á hana sækja smáir en knáir óvinir sem ef til vill reynast henni enn skæðari en rándýrin http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item183354/ . Hún stendur hjarta okkar nærri en ég óttast að ekki verði jafn hægt um vik með rjúpnahreinsun og t.d. hundahreinsun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.12.2007 | 15:19
hrepparígur
18.12.2007 | 16:59
heilræði lásasmiðsins
er áleitin bók. Við fyrsta lestur virkar hún svolítið einsog vinkona á innsoginu að gera upp eftir misheppnað ástarsamband en svo koma allskonar þræðir í ljós. Þeir liggja inní þjóðarsálina og koma við kvikuna sem er samband okkar við hina. Hvort sem það er hitt kynið, annar kynþáttur, önnur þjóð, önnur menning, annar matur eða önnur hlið á okkur sjálfum...
Heilræðið sjálft er hollt - en ég ætla ekki að segja þér það, þú verður að lesa bókina. Ekki bara einu sinni, heldur einu sinni sem oftar.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2007 | 16:01
hvar er vesturkjördæmi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 10:28
takk fyrir Seyðfirðingar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.12.2007 | 16:59
hræðslan við jafnrétti
tröllríður fjölmiðlum í skammdeginu, margir virðast óttast að valdaskessurnar, ráðynjurnar/ráðskonurnar/ráðfrúrnar taki þá og troði í bleikan eða bláan galla eftir atvikum!
Grínlaust þá er það með ólíkindum hvaða harka hefur hlaupið í nauðvörnina gegn jafnrétti, nýleg dæmi úr umræðunni hér á Íslandi eru menn sem gefa í skyn að ofbeldi gegn feministum sé réttlætanlegt, tala opinberlega um kerlingavæl og gera sig ómerkilega með bröndurum á kostnað kvenna á hátíðastundum.
Því er oft haldið fram að mannfólkið sé haldið djúpstæðri hræðslu við hið óþekkta. Allavega hefur hið óþekkta ástand jafnrétti komið meira við kaunin á mörgum pennanum en hið þekkta ástand misrétti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007