Leita í fréttum mbl.is

Ábyrgð, orsök og afleiðing

Það var ekki uppbyggilegt að hlusta á alþingismenn gera grein fyrir atkvæðum sínum um ICESAVE. Landsölumennirnir sem áratugum saman rúlluðu út rauða dreglinum fyrir fjölþjóðlega auðhringa og gáfu þeim - og sjálfum sér, íslenskar auðlindir storka nú skynsemi almennings með því að kalla afleiðingu gerða sinna orsök vandans!

Nú gala þeir hæst um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sem aldrei gáfu því gaum meðan þeir voru við völd. Endar er það svo þegar að er gáð að í munni Sjálfstæðismanna, Framsóknar og því miður sumra Vinstri grænna er enginn greinarmunur gerður á efnahag þjóðarinnar og hagsmunum svokallaðra eigenda fjármagns og kvóta til lands og sjávar.

Nú gráta þeir sem áratugum saman sátu að kjötkötlunum krókódílatárum yfir þeim byrðum sem eigi að velta á ókomnar kynslóðir, kynslóðirnar sem þeir hafa alltaf verið tilbúnir að aðræna með ágangi á náttúru Íslands. Kynslóðirnar sem þeir tóku þjóðareignir af og færðu sér og sínum á silfurfati í nafni einkavæðingar.

Nú leggjast þeir svo lágt að höfða til lægstu hvata - þeir reyna að fá almenning niður á sama plan og þeir eru sjálfir á: Plan afneitunar, plan svikara og fjárglæframanna sem standa ekki við þær tryggingar sem þeir hafa sett, plan þeirra sem þykir sjálfsagt að græða á öðrum og óþarft að axla ábyrgð.

Látum ekki ljúga að okkur lengur, spyrjum að leikslokum og dæmum þá af verkum sínum.
mbl.is Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Við skulum athuga það að efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar hefur aldrei verið í svona stöðu áður.. og finnast það allt í lagi að setja það í þá stöðu sem verður vegna þess að persónulegir vinir ríkistjórnarinnar misstu sig í að tæma allt lausa fé og ræna því úr bönkum sem þeir voru orðnir einkaeigendur á...... vitandi að það var sérstaklega tekið fram á sínum tíma að engin ríkisábyrgð yrði á þeim það er einkabönkunum og þaðan á síður ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóði þeirra.... Ef Ríkistjórn Íslendinga er ekki að ætla sér að græða feitt á kostnað kjósenda sinna hérna þá veit ég ekki hver annar... hummm.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.1.2010 kl. 19:49

2 identicon

Nákvæmlega, enda er allur þessi málatilbúnaður til þess eins að hámarka ringulreið og óánægju hjá þjóðinni í þeim eina tilgangi að reyna að komast aftur að völdum. Við verðum svo bara að bíða og vona að þjóðin láti ekki blekkjast.

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 16:22

3 Smámynd: Axel Guðmundsson

Tólf sinnum hef ég kosið til Alþingis, tvisvar hef ég kosið vinstri flokka. En tíu sinnum kosið rétt.

Axel Guðmundsson, 2.1.2010 kl. 19:14

4 Smámynd: Axel Guðmundsson

Ingibjörg. Eru það persónulegir vinir núverandi ríkisstjórnar, sem settu bankana á hausinn?

Axel Guðmundsson, 2.1.2010 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband