Leita í fréttum mbl.is

enn ein goðsögnin

reynist lygi; Ísland er ekki jafnréttissamfélag, líklega ekki stórasta land í heimi, Íslendingar eru ekki mestu bisnessmenn í heimi, við erum greinilega ekki hamingjusamasta þjóð í heimi. Friðsamleg samskipti byggð á virðingu fyrir mannréttindum innan fjölskyldunnar - eða í þjóðfélaginu, er ekki algild á Íslandi.

Þetta er enn ein vísbendingin um að það þarf endurnýjun gilda. Hávaðabelgir Íslands orga hátt um að við ættum að sleppa við skuldbindingar, að einhver eigi að aflétta af okkur bílaláninu, að við megum ekki ganga í Evrópusambandið nema að fá örugglega meira en aðrar þjóðir útúr því - í stuttu máli að taka meira en við gefum, hvort sem það er í samfélagi þjóðanna eða í einkalífinu. Það er enn útbreidd siðblinda gagnvart ofríki og ofbeldi. Við horfðum uppá gróðapungana stela af þjóðinni og við horfum uppá grjónapungana stela heimilisfriðnum af fjölskyldum sínum en erum við að læra eitthvað af því?  Við þurfum að kveikja á því að siðbót snýst um allt samfélagið, ekki bara Austurvöll. 


mbl.is Fjórðungur orðið fyrir ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband