24.4.2009 | 16:55
taktu þátt í uppbyggingunni
með því að kjósa besta verkstjórann sem völ er á og hennar vaska flokk. Samfylkinginn er eini flokkurinn með skýra stefnu um lausn á gjaldeyrisvandanum og verðtryggingarfjötrunum. Veljum raunhæfar lausnir, það eru engar einfaldar heildarlausnir til á þeim vanda sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir. Lausnirnar liggja í mörgum litlum skrefum en raunhæfum skrefum í rétta átt, það er vinna og erfiði fram undan, þá þarf almennilega verkstjórn en ekki loddaraskap!
Sögulegar kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Skýr stefna í gjaldeyrisvandanum? Hvaða áætlun er XS með fyrir gjaldeyrisvandamál þjóðarinnar fyrir næstu árin (Evra með aðild að ESB er langtímalausn)?
Ætli svar flokksins sé ekki bara eins og svo oft hefur verið sagt í þessari viku: sko, það þarf að ræða betur EFTIR kosningar.
Reynir Jóhannesson, 24.4.2009 kl. 17:11
Ég hef einungis heyrt eina stefnu nefnda hjá samfylkingunni og það er innganga í Evrópusambandið. Því tali fylgir yfirleitt draumar um evru sem stöðugan galdmiðil fyrir okkur íslendinga og að Evrópusambandið ætli sér að vera svo miskunsamir og svegjanlegir að það sé ekkert að óttast... Hvað erum við íslendingar stór þjóð? eitthvað nálagt 300.000. Hvernig stendur á að mun fjömennari þjóðir sem nú þegar eru orðnar hluti af evrópusambandinu fá enga aðstoð frá Evrópusambandinu nú þegar mikill óstöðugleiki steðjar að þessum þjóðum. Ég get nefnt dæmi um Lettland sem gekk í Evrópusambandið fyrir 4 árum. Landið er nánast gjaldþrota, en af því að það er í Evrópusambandinu hefur það mun minni völd til að bregðast við og laga til efnahagsstjórnina líkt og við íslendingar erum að gera nú. Staðreyndin er sú að Evrópusambandið er ekkert að aðstoða. Lettland er því í mun verri málum heldur en við íslendingar í dag.
Ég get haldið lengi áfram til að lýsa því hverslags skrímsli Evrópusambandið er í raun og veru því ég þekki til í Lettlandi og veit í hverslags vandræðum almenningur hefur lent í viðskiptum sínum við þetta samband. Fleiri lönd sem hafa gengið inn í þetta samband hafa einnig upplifað svipaðar hremmingar og hví skildi við íslendingar hafa einhverja betri möguleika innan þessa sambands? Samfylkingin tala bara eins og að lausnin sé að varpa sér í fangið á þessu sambandi og þá verum við laus við að takast á við vandann sem þarf að leysa hér heima!
Hilmar Andri Hildarson, 24.4.2009 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.