Leita í fréttum mbl.is

það þarf meira að koma til

en kosningar. Það þarf almenna hugarfarsbreytingu í íslenskum stjórnmálum. Virknin sem felst í því að mæta á fundi, blogga og mótmæla öll hver með sínu nefi þarf að verða varanleg, verða að raunverulegum umbótum þannig að hægt verði að tala um virkt lýðræði á Íslandi. Já, ég er að tala um samræðupólitíkina sem var hlegið að Samfylkingunni fyrir að setja á dagskrá á sínum tíma - en það er einmitt pólitíkin sem við söknum núna. Samfylkingin má aldrei láta undan kröfunni um þöggun, um þögn og leynd, stjórnmál eiga að vera opin og lýðræðisleg. Vonandi verður krafan sem er svo sterk um samtal um stjórnmál til þess að íslenskur almenningur sætti sig ekki framar við að láta tala til sín. En þá þarf hver einasti hugsandi manneskja á Íslandi líka að axla þá ábyrgð að fylgjast með, láta til sín taka innan þeirra flokka sem við höfum kosið til að fylgja því eftir hvernig er farið með umboðið sem þeim var fengið með atkvæði okkar. 
mbl.is Vilja kosningar í upphafi nýs árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Kosningar væru einmitt besta meðalið til að virkja nýjan lýðræðislegan eldmóð samfélagsins. Meðan núverandi flokkar sitja sem fastast fáum við ekkert að vita um hver staðan er og því þarf að víkja þeim frá svo við getum tekið lýðræðislega ákvörðun um hvað skuli gera.

Héðinn Björnsson, 17.11.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðrún Helgadóttir
Guðrún Helgadóttir

RSS-straumar

Háskólinn á Hólum

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband