8.10.2008 | 21:32
brennuvargar?
Davíð Oddsson kallar gulldrengina nú brennuvarga og sjálfan sig slökkviliðsstjóra. En hver var það aftur sem gaf út brennuleyfið? Og rétti þeim eldspýturnar? Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar undir forystu Davíðs Oddssonar, gleymum því ekki. Á vakt þeirrar ríkisstjórnar var engin efnahagsstefna bara óskhyggja; ekkert eftirlit, bara sukk.
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Af mbl.is
Íþróttir
- Kvaddur hjá kanadíska liðinu
- Ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis
- Snýr aftur til Íslandsmeistaranna
- Tap gegn Englandi í átta marka leik
- Ósáttur hjá franska stórliðinu
- Ótrúleg VAR mistök í Þjóðadeildinni
- Enn meiðsli hjá íslenska landsliðsmanninum
- Steinlá gegn Víkingi en seldur fyrir metfé
- Áfall fyrir Liverpool-leikinn
- Orri Steinn frá keppni vegna meiðsla
Athugasemdir
Er ekki skrýtið að það sem Bandaríkjamenn kölluðu Reaganomics og faðir Bush forseta, Bush eldri kallaði Voodoo economics (á meðan hann var í framboði á móti honum en hætti að tala um þegar hann var orðinn varaforsetaefni hans) varð sú stefna sem varð ofan á í efnahagsmálum sonar hans Bush yngri. Öfgafull nýfrjálshyggja - með ofurtrú á markaði og einstaklingsframtaki og bara aðgerðarleysi opinberra stofnanna -helst eyðingu þeirra.
Ég ætla ekki að dæma hvort að Davíð hafði þessa sýn eða var hvort hann var fórnarlamb hugmyndastrauma sem blésu yfir flest Vesturlönd á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Það var okkur dýrkeypt eins og fleiri löndum...en það er vissulega kaldhæðnislegt hversu mikið var gapað uppí þessa hugmyndafræði hér heima. Það er satt.
Anna Karlsdóttir, 8.10.2008 kl. 21:50
Brennustjórinn er Davíð Oddson
Þórður Ingi Bjarnason, 9.10.2008 kl. 07:35
Já ég er sammála Þórði, Davíð er aðal brennuvargurinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2008 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.