12.6.2008 | 16:49
sumardagur á Hólum
bjartur og fagur, krakkar að busla í sundlauginni svo hlátrasköllin berast inn um skrifstofugluggann minn. Óli minn er einn við slátt í dag, slær og slær bæjarhólinn hér á Hólum, það er mikið verk að halda opnum svæðum hér snyrtilegum svo hæfi staðnum. Það rifjaðist upp vísa við að sjá aðfarirnar,
Brautarholtstúnið það grænkar og grær/svo grösin þar leggjast á svig./Ólafur slær, Ólafur slær/ Ólafur slær um sig.
Það má víst heimfæra þetta á tún í fleiri sveitum en Kjalarnesinu - en hér er náttúrlega ekki meiningin að grösin leggist á svig heldur verður bæjarhóllinn, kirkjugarðurinn, biskupagarðurinn, lautin og tjaldstæðin að vera eins og flos allt sumarið. Það er drjúgt verk en dásamlegt þegar vel tekst til enda fékk Hólaskóli verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi í fyrra.
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Til hamingju með daginn!
Edda Agnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 12:07
Gleðilegan 19. júní bloggvinkona
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.6.2008 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.