5.5.2008 | 14:06
óvinsælir vorboðar
eru líka til. Hrossagaukurinn, sem mér hefur orðið tíðrætt um getur orðið hvimleiður með sínu hvella kvaki fram á rauðanótt. Að ekki sé minnst á húsfluguna, sem er tæplega í húsum hæf. Hennar háværa suð ögrar ásetningi friðsemdarfólks um að gera ekki flugu mein. Kannski erum við bara ekki komin nógu langt í að nýta hana sem húsdýr - eða gæludýr. Mér datt þetta í hug í framhaldi af því atriði í Nóialbinói þar sem Nói og flugan leika listir sínar. Ef til vill ætti ég bara að líta á það sem djúpstæða upplifun náttúrunnar að heyra þær suða og gruna að þær langi helst til að tylla sér á nefið á mér þar sem það gægist undan sænginni. Menningarlega sinnuð kona eins og ég á náttúrlega að muna að lítil fluga hefur orðið að indælu yrkisefni í tali og tónum...
Eldri færslur
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Athugasemdir
Uss Guðrún mín í dag keypti ég eyrna tappa fyrir alla fjölskylduna af því að við vorkenndum svo dverghananum okkar að vera einn og yfirgefinn í hænsnakofanum og undirokaður af stóra hananum, að við tókum hann inn í garðskálann, nema hann byrjar að gala kl. fjögur að nóttu og heldur áfram fram eftir morgni, og kallast á við þann stóra, svo í nótt verða allir með eyrnatappa. ætli við vöknum á morgun í vinnuna
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2008 kl. 23:48
Ég ætti að taka hana skömmina í fóstur. Við sváfum nefnilega yfir okkur í morgun.
Sigríður Gunnarsdóttir, 9.5.2008 kl. 11:32
Flugur geta verið mestu fól!
Edda Agnarsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.